miðvikudagur, 8. október 2008

Já, ég ætlaði að biðja um smá yfirdrátt

Þetta er ekki fallegt ástandið heima á klakanum og það streyma inn fréttirnar hér í DK á hverjum degi.
Maður mætir í vinnuna saklaus og reynir að vera bjartsýnn en þá mæta manni danskir kollegar sem grínast bara með stöðuna, ætli þeir myndu grínast ef þetta væri þeirra peningur?
En það er svo sem gott og blessað, maður reynir jú bara að hafa gaman af því sem er gott.

Bubbi var í viðtali hér í danska ríkissjónvarpinu (ásamt mörgum öðrum) og hann er svo mikið fífl... já ég segi það bara.
Hann byrjaði á að segja það að kærleiki (3svar sinnum, svona til áherlsu!) væri það sem við þyrftum núna. Svo bætti hann við að hann hefði alveg tapað pening en hann væri bara þakklátur að vera með tvær lappir, eiga heilbrigð börn og konu og svo tónlistina. Jájá, það er svo sem rétt hjá honum en þegar þetta kemur frá honum hljómar þetta sem hinn AAALversti hroki, úff!!!

Ég ætla ekki einu sinni að reyna þykjast skilja öll þessi orð sem brjótast út í þessu máli og finnst mér svolítil hræsnislykt af fólki sem slær svo um sig og þykist alveg vera með á nótunum. Þetta er fólkið sem tók sér yfirdrátt til að kaupa flatskjá, bara af því að það var það nýjasta á markaðnum, endurfjármagnaði lánin sín til að "leika sér" þ.e kaupa sér nýjan bíl, sófa og eldhúsinnréttingu, ég spyr bara: eruði að grínast???

Látið ykkur þetta að kenningu verða og hugsið nú aðeins lengra en til náungans sem getur leyft sér þessa hluti þar sem hann á fyrir því. Ekki trúa blint á það sem bankaráðgjafinn ykkar segir,við erum bara líkt og vel mjólkandi kýr kúabóndans, tekjulind; ekki trúa blint á spár og loforð ráðherra sem eru bara að tryggja sér volgt sætið á alþingi og ekki halda að þetta reddist bara.
Ef að sjórnvöldin eru ekki með neitt "budget" þá þurfum við einfaldlega að líta raunsætt á okkar mál og gera eitt slíkt fyrir okkur sjálf.

Annars er allt gott að frétta af okkur og þar sem ég fæ útborgað í dönskum krónum þá var ég að hugsa um að skreppa til Íslands í eina verslunarferð, eða svo.

Með ást og umhyggju
Ebbi

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha vel mælt minn kæri,bara þér að segja þá vorum við að kaupa okkur 42" flatskjá (nauðbeygð) þvi gamli eyrnaslapi dó,bara skyndilega,enda orðinn 17 ára gamli skjárinn,hann kostaði vænar 178000 og var staðgreyddur!!!!! já hvað segið þið nú um það.heheh.kossar og knús til ykkar því það er ókeypis.

Gunnella sagði...

hehhe Já "bara þér að segja" á netinu:) hehe
Takk fyrir kossana og knúsið og til hamingju með skjáinn, þið áttuð hann svo skilið. Ég hefði löngu verið búin að henda draslinu.
söknum ykkar

SGFJ sagði...

Já hugsa sé að sitja í leðursófasettinu horfa á flatskjáinn og dásama nýja parketið og allt þetta var keypt með sniðugri myntkörfu eða sem að var það flottasta þá. SVEKKELSI

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að kaupa frystikistu og við Þorri fylltum hana af mat. Við erum búin að greiða leiguna fram til mánaðamóta mar/apr 2009 og taka út lausafé...ef ríkisstjórnin skyldi vera að ljúga (sem er alveg líklegt), ég bjó til hakkabuff og hrásalat í múlínexinum og bakaði kanilsnúða...þannig að ég er nokkuð reddí fyrir það sem bíður okkar hér heima!
...ég er ein af þeim sem hef bætt allnokkuð við orðaforðann á þessum síðustu dögum og ræði óhikað um skuldatryggingaálag og fleira í þeim dúr. Ég held því þó ekki fram að ég viti nokkuð um þetta fjármálaásand frekar en aðrir. Mamma sagði mér að nú væri góður tími til að vera ljóshærð og bláeygð...það veit hvort eð er enginn neitt. Það fer hins vegar dökkhærðum karlmönnum í jakkafötum á 10 milljón kr. jeppum AFAR illa....hehe maður verður að nota það sem maður hefur...híhí
Gott að vita að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af millifærslum í íslenskum krónum:)

Kveðja Kría

Nafnlaus sagði...

Þetta er frekar ljótt ástand, en á sama tíma og ég hugsa hvað þetta er hrikalegt og margir sem fara illa út úr þessu, þá get ég ekki annað en hugsað um hvað fólk hafi verið að spá, hélt það virkilega að það gæti bara rúllað áfram í lífinu á lánum án þess að eiga aldrei krónu fyrir því sem keypt var. Ég vona svo innilega að þetta verði til þess að fólk leiti aftur til gömlu gildanna eins og t.d. það að eiga fyrir hlutnum áður en hann er keyptur, ekki bara taka yfirdrátt til að eignast hlutinn strax. Allavegana þá er ég glaður að fá útborgað í evrum og aldrei að vita nema að ég skelli mér með þér til Íslands í brunaútsölur :) Knúsið nú hana Lovísu litlu frá mér og hafið það sem allra best.

Nafnlaus sagði...

Til hamingu með afmælið elsku Ebbi okkar njóttu dagins, hringjum á eftir.
Foreldrarnir.

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælid ebbi eigdu ´góðan dag kv sandra baldur og jón þór

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Ebbi!!!
Kreppan getur sko aldrei rýrt gildi afmæla, þau eru alltaf jafn sérstök og yndisleg. Eigðu sérstakan og yndislegan dag. Kveðja Kría

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið í gær Ebbi minn! Vonandi var dagurinn þinn afskaplega ánægæulegur!!
Annars hef ég það gott í gleðinni á Íslandi og er svo hamingjusöm að eiga einn lítinn Fannar sem fær útborgað í evrum;) Við erum svo séðar með kallana okkar Gunnella!!

ást og kossar