þriðjudagur, 27. janúar 2009

Dagur 2




O men... ég veit ekki alveg hvað ég á að segja.
Mér leið svo illa í þessum fötum í dag að ég meikaði varla að horfa framan í heiminn. Mér fannst ég þurfa að útskýra fyrir öllum að þetta væri sko ekki minn háttur á að klæða mig eða mála! Að ég væri bara að gera þetta út af þessu verkefni og jari jari jara. Ég var gjörsamlega aumkunnarverð. Afhverju er mér ekki sama þó ég gangi um ógeðslega hallærisleg og afhverju heldur maður að allir séu að pæla í því hvernig maður lítur út? Er það ekki bara afþví að ég geri það sjálf? Er ég ekki bara að saka fólk um að vera jafn hégómafullt og ég sjálf er, án þess þó að vita nokkuð um það??
Æ ég vona bara að ég muni eftir þessum degi lengi lengi svo ég geti lært að vera betri manneskja.

vona að þið reynið það líka!! Annars finnst mér þið frábær ;)

Love, Guddan

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjálpi mér..........hahahaahah en ég ÖFUNDA þig,veist að ég elska búninga.......eða að vera öðruvísi.Maður lætur það ekki eftir sér bara.Kv,Hafdís frænka.

Ebbi sagði...

heheheh já ég veit, ég elska það líka en það er bara aðeins erfiðara þegar maður er einn á ferð og enginn veit að maður er að djóka.
En þetta er ógeðslega gaman...vildi að þið fjölsk. væruð já mér núna til að spassat með;)

Nafnlaus sagði...

Ahahahhahahahhahahahaha yndislegt!!! Þú skalt nú samt fá hrós fyrir að gera þetta svona vel og fara alla leið, held að það sé mjög holt að fara yfir ósýnilegu línuna sem maður býr sér til!! húrra fyrir þér!! Svo finnst mér líka svo merkilegt eins og þú segir.. eins og með skopparafötin þú gætir alveg verið sú típa sem finnst það cool og þá værir þú allan daginn svona og hefðir farið í föt eins og þú ert alltaf í í þessu verkefni ;)
Ég væri til í að knúsa þig svo fast!!! elska þig í mola!!
Katrín

Gunnella sagði...

Æ þetta var ég en ekki Ebbi kv. Gunnella

Nafnlaus sagði...

Hahahaha þetta er ógeðslega fyndið verkefni! Ég kíkti á síðuna á mánudaginn og skildi ekkert í þessari mynd áður en ég las það sem undir stóð, þetta var svo algjörlega ekki þinn stíll :) En ég get trúað að þetta sé geðveikt gaman og þú ert ekkert lítið góð í þessu verkefni!!

Love Gréta

Helga Dögg sagði...

Hahaha, þessar myndir eru æði, hlakka til að sjá meira. Gangi þér vel í verkefninu :-)

Kv. Helga Dögg

Nafnlaus sagði...

Dúdda mín, geðveikt aðeins að skreppa út fyrir þægindahringinn. en ekki auðvelt.
Þú stendur þig vel.

Love Tendó

Nafnlaus sagði...

hehe SÆÆÆÆLLLL hvað þetta er fyndið, ég væri til í að sjá þig oftar í þessari skyrtu...hún er eitthvað að gera svo mikið fyrir þig ;-)Hlakka til á föstudaginn!!!! það verður eitthvað gaman ;-)
knús, Magga

Nafnlaus sagði...

Dagur 3 ?
kiss kiss
Katrín