Hæ hó kæru vinir, fjölskylda og aðrir lesendur.
Ég vil byrja á að afsaka hversu lengi ég hef verið að koma mér í bloggstuð. Málið er bara það að ég hef gjörsamlega verið úrvinda síðustu daga!
Ég bjóst aldrei við því að það tæki svona á að læra leiklist. Ég mæti á morgnanna og byrja á því að kveikja á þeirri heilastöð sem sér um að túlka fyrir mig dönskuna; svo þarf ég að hlaða orkustöðina, því sannur leikari þarf að vera vel á tánum og tilbúin í allt! Já ég endurtek allt.
Ég er búin að læra ótrúlega margt á bara 2 vikum. Allt frá því hvernig ég eigi að vanga við bekkjarfélaga og í það að verja mig fyrir þeim... Jamms við erum að læra Aikido og stage- fight. Ég er voða mikið í tímum sem heita einfaldlega DRAMA og þar læri ég að vera leikari. Svo er ég í danstímum og söng.
Þetta er allt saman voðalega skemmtilegt en ég verð að viðurkenna að það tekur sérstaklega á að þurfa stanslaust að vera á fullu í að reyna að skilja hraðmælta dani. Kennararnir voru voðalega yndælir við mig fyrstu 3 dagana og leifðu mér að notast við enskuna en svo ekki meir! Þá tók bara harkan við og nú vija þeir frekar að ég standi þeigjandi í mínútu og hugsi hvað ég eigi að segja á dönsku.
Talandi um kennarana þá finnst mér að ég verði að skjóta því inn að mér líkar mjög vel við þá alla. Ég gæti talað endalaust um skólann minn og námið, ég kem heim á hverjum degi og ausi yfir Ebba greyið upplýsingum um hvernig dagurinn hafi verið og hvað ég hafi lært þann dag. Ég er yfir mig hrifin á hverjum degi og hlakka ég til á hverjum morgni að mæta!
En nóg um skólann í bili. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá höfum við það, "litla fjölskyldan" voða gott.
Lovísa er alsæl og við líka.
Í dag fengum við frábærar fréttir! Lovísa er komin með pláss á vuggestue eða vöggustofu på islendsk ;) Já frábært það. Hún byrjar 1. nóv. Stofan er rétt hjá skólanum mínum og er þetta aðeins 22. barna "skóli". Veit ekki hvað þau verða mörg á hennar deild en ég ættla að kíkja í heimsókn til þeirra á morgun.
Ég held ég láti þetta gott heita í kvöld elskurnar, lofa að skrifa fljótt aftur!
med venlige hilsen
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Jey hvað það er gaman að heyra frá þér Nella mín. Þetta hljómar ekkert smá spennandi námið, þú ert líka pottþétt að heilla alla upp úr skónum þarna. Ég væri alveg til í að fara aftur í svona físískt nám. Skiljanlegt að þú sért þreytt ef þú ert að þýða og reyna að tala dönsku allan daginn ég væri líka uppgefin. Þau feðgin hafa það greinilega gott, Ebbi er duglegur að setja upp myndir þannig að maður getur fylgst með. Það er gott að frétta af mér, Heran er full af ævintýrum. Hlakka til að heyra meira af þér hunz.
Kiss Unnur.
Halló skötuhjú.
Jæja nú er ég komin heim á ástkæra frónið. Það iljar manni um hjartarætur að sjá vidomyndirnar af Lovísu dúllu frábært framtak hjá ykkur, haldið þessu áfram. Frábært hjá þér Gunnella mín hvað þér gengur vel í skólanum, enda átti ég ekki von á öðru frá þér, þú svona klár dama. Gangi ykkur allt í haginn, spjalla svo við þig aftur á Skypinu við tækifæri.
Saknaðarkveðjur
Friðbjörg
hæ. þú ert hetja og megabeib. trúi ekki öðru en að þú massir dönskuna fljótlega. skrifa þér ítarlegan póst um helgina...
smútshj:)
En yndislegt að þið séuð komin með pláss og það hliðiná skólanum..Gæti það verið betra!!!! Ég sakna þín svo mikið og væri svo til í að heyra hvað þessi skóli er frábær á hverjum degi:D
ást og kossar
Skrifa ummæli