Jæja þá eru mamma og pabbi farin aftur til Íslands, en eins og ég var búinn að greina frá komu þau hingað í viku áður en þau fóru sunnar. Þau fóru semsagt til Marmaris í viku og komu svo aftur til okkar síðastliðinn föstudag.
Þetta er búið að vera svaka kósý. Við erum búin að spila, labba um bæinn, sötra öl, labba aðeins meira, borða mikið og já, bara hafa það notalegt.
Við viljum bara þakka rosalega vel fyrir okkur og vonum að þau hafi notið þess að vera í fríi.
Rommý, Rommý!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
nú! vorum við ekki að spila ólsen...
Skrifa ummæli