Já í gær gekk á ýmsu. Allt er þó í góðu lagi, enginn alvarlega meiddur eða slíkt.
Það var nú bara þannig að í gær var í fyrsta skipti sem Lovísa fékk sár eftir "pomp!"
...Ég og Lovísa vorum búin að vera ein yfir daginn að finna okkur e-ð að gera og eins og oftast þá fórum við að syngja og spila á gítarinn samann (mynd hér og hér)
Eftir það þá vildi hún endilega leika sér með gítarstandinn, þar sem hann er nú allur rúnaður og með gúmmíi á þá var það ekkert mál, svo var ég við hliðina á henni að taka myndir (sjá mynd)
Nema hvað að allt í einu er hún bara á hausnum! Hún stóð samt í lappirnar en hafði dottið fram fyrir sig og þar sem hendurnar héldu á standinum náði hún ekki að setja þær fyrir sig og POMP!
...beint á andlitið. fyrstu sekúndubrotin heyrðist ekkert í henni en svo kom það og ég tók hana auðvitað upp um leið og þá sá ég sárið...úff!
Þið sem til þekkið getið ýmindað ykkur hvernig mér leið!
Hún grét í dágóðan tíma enda svíður úr svona sárum og svo láku tárin í sárið, æjj hún var alveg svakalega lítil í sér.
En eftir smá huggun og kaldan, blautan þvottapoka á sárið þá lagaðist allt, hún var eins og ekkert hefði í skorist svo ég tók bara nokkrar myndir til viðbótar ;-)
(sjá hér og hér)
e.s: ef þið viljið gleðja börn sýnið þeim þetta!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hæææææææææææææææææææææææææ....
ógeðslega gaman að heyra frá ykkur. sakni sakn! lóló (hef tekið mér það bessa leyfi að kalla hana það í netheimum) er alveg að blómstra þarna úti. Hvernig gengur þér í skólanum Gunnella? Er þetta stuð og stemning?
Lífið gegnur sinn vanagang hér (samt smá að frétta sem ég er ekki að fara að skrifa um hér!!) Ertu með meil? Ég er bara að massa stemningu í Þróttheimum dags daglega og svo að reyna að halda mér við efnið um nöktu karlmennina...
hlakka til að lesa meiri fréttir og sjá fleiri myndir.
bæ í bili, hera
Æji elsku litla snúllan :) en það er gott að fá að vita af þessari síðu þó seint sé :) ég hlakka ekkert smá til að koma í heimsókn :D
ég sýni Hlyni, litla stráknum mínum þetta og hann hló og hló og hló.
Skrifa ummæli