Mikið var nú gaman hjá okkur í gær. Við fórum nefninlega á sædýrasafn hér rétt fyrir utan Kaupmannahöfn þar sem Halldóra vinkona er að vinna.
Við fórum fyrst að hreyfa við hafdýrin (rör ved hafdyr) og það var mjög spennandi. Lovísu fannst mjög gaman að þarna væri vatn og e-ð að synda í því en hún vildi nú ekki snerta þessi ókunnu dýr. Þarna voru krabbar, stjörnufiskar, rauðsprettur, kolar og nokkrir aðrir smáfiskar ásamt rækjum og ígulkerjum svo e-ð sé nefnt.
Svo fórum við upp að kíkja á alla furðufiskana frá hinum ýmsu löndum í fiskabúrunum.
Þarna voru allskonar fiskar og fyrst þegar við komum þarna inn varð Lovísa alveg yfir sig hrifin að litlu litríku fiskunum. En þarna voru líka rosalega stórir fiskar og þegar hún sá þá ríghélt hún í mig, varð smá smeyk. (enda voru fiskarnir jafnstórir og hún!)
Svo voru aðeins stærri fiskabúr og þar voru, haldið ykkur fast... Krókódílar, Hákarlar og Pýranafiskar!!!
Þar var Gunnella eiginlega hræddari en Lovísa (ekki segja henni að ég hafi sagt ykkur þetta!)
Eftir að við vorum búin að skoða allt þá var Halldóra svo góð að leyfa okkur að kíkja á bakvið tjöldin, e-ð sem hinn almenni borgari fær ekki að gera ;)
Við fórum um þrönga ganga og sáum ofaní fiskabúrin, ekkert gler á milli. Auðvitað kíktum við á Hákarlana og Krókódílana og svo fengum við líka að koma við Kolkrabba (eða ég öllu heldur) það var mjög áhugavert, svakalegur sogkraftur í þessum dýrum!
En allaveganna þá var þetta rosalega skemmtilegur dagur og alveg ný upplifun fyrir Lovísu.
Við þökkum Halldóru alveg rosalega vel fyrir!
Ég er svo auðvitað búinn að setja inn myndir, og video af þessu öllu saman. og hér er smá sýnishorn:
Lovísa, Gunnella og Halldóra Dýralæknir
Mjööög áhugavert!
Bless í bili:
Ebbi Nebbi feiti í Kaupmannahöfn
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég hef það á tilfinningunni að hún Lovías hafi erft fristihúsagenið frá Gunnellu langömmu sinni!! eða hvað? Gabríel fannst hún æðisleg á þessum myndum og var mjög hissa á því að Lovísa hafi ekki verið hrædd við krókódílana...Hlakka til að hitta ykkur..koss mamma og lupparnir
Hæ krakkar!
Langaði bara að skilja eftir smá kveðju til ykkar. Gaman að fylgjast með ævintýrum Lovísu í Kaupinhavn.
Góða kvöldið köben all gott að frétta frá fróni. Mun mæta til köben á næsta ári starfsmannafélag >sparisjóðs Siglufjarðar er að fara í ferð 24 apríl 2008. Og tónlekar Megasar voru frábærir er svo að fara skuttlast til Akureyrar 6/11 til að fara tónleika með Ný Dönsk 20 ára afmælistónlekar svo nóg er að gera við hitt og þetta gaman að fá að fylgjast með ykkur þúsund kossar og faðmlög til næst
kv Ægir
já það verður gaman að sjá þig hérna í kóngsins.
Kysstu nú siglfirðingana frá okkur og hjálpaðu ömmu að downloda skypinu svo þið getið séð hvað lovísa er orðin "ræðinn" hehe
Ég er nú ekki viss um að ég yrði eins hress í kringum þessi kvikindi. Best að sjá þetta bara í sjónvarpinu, en ekki svona í real life :)
Skrifa ummæli