...var fín.
Eins og Gunnella var búin að tala um var þetta konuhelgi og þar sem ég er ekki kona og Lovísa enn bara lítil stúlka þá vorum við feðginin bara heima.
..nei við fengum nú aðeins að hitta þær og það var rosalega gaman.
Annars var þetta afar löng helgi fyrir mig. Ég var frekar einmanna þegar Lovísa var sofnuð en sjónvarpið mitt stóð auðvitað með mér í gegnum þetta allt. Ég get alltaf stólað á sjónvarpið. Þó það sýni mér bara danskar heimildarmyndir og gamlar B myndir (eins og Crocodile Dundee in L.A) þá get ég allaveganna flett með fjarstýringunni og lært dönsku með hjálp dönsku textans.
...ætti eiginlega að skipta um titil á færslunni: ÓÐUR TIL SJÓNVARPSINS!
nei nei held ég sleppi því.
Ég vaknaði svo í gærmorgunn og tók þá blákaldur veruleikinn við.... Rigning og kuldi í Köben og ég þurfti líkt og aðra daga að dunda mér með Lovísu, læra dönsku (sem er leikur einn eftir að yndislega, sæta, fyndna, skemmtilega og gáfaða systir mín gaf mér æðislega góða hlustunar- og verkefnabók. Jeg holder meget af dig Gréta!), versla í Nettó, elda, svæfa Lovísu og horfa á 1. þátt í 3 seríu af Prison Break. (Vill samt taka það fram fyrir Gunnellu að ég geri ekki allt , hhehhee svona til að halda friðinn á heimilinu;) )
Jæja yndin mín ég kveð í bili
hmmm, hvað er í sjónvarpinu... ok, Road House með Patric Swayze
...Good times!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Æji takk Ebbi minn ;) vonandi verðuru orðinn svaka sleipur í dönskunni þegar þú byrjar að vinna :D Svo styttist óðum í að ég komi í heimsókn til ykkar og ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll :D
Hæ.. langaði bara að kasta á ykkur smá kveðju.. catch it! ;)
Knúsiði litlu dúlluna frá mér... og sjálf ykkur :)
Það er rétt, það vantaði lítinn ebba til að taka skattmann síðustu helgi. Sakna ykkar.
Þið eruð dugleg hjónakornin enda heimilisverkin svo skemmtileg hver man ekki eftir skemmtilega laginu hennar Maríu Baldursdóttir
"Mér leiðast svo eldhúsverkin "
Skil ekki allveg hvað það var sem henni leiddist !
KV Mamma
Skrifa ummæli