þriðjudagur, 30. október 2007

Helgin sem leið... (fyrri hluti)

...var alveg CRAZY!!!

Helgin byrjaði á því að við fjölskyldan fórum upp úr hádegi niður í bæ á hotel Ascout. Á móti okkur tóku 9 " mjög svo hressar" konur sem allar eru skyldar mér á einn eða annan hátt:)
Við áttum von á því að Lovísa yrði yfir sig hrifin af þessum fallegu konum en annað kom í ljós. Hún var greyið skíthrædd við allan þann hávaða sem þeim fylgdi og var ekki alveg á því að leyfa þeim öllum að stökkva á sig og knúsa.
Ebbi fór þá bara með hana heim. Daginn eftir hitti hún þær eina og eina í einu og var þetta ekkert mál eftir það. Henni þótti ekki leiðinlegt að hafa alla þessa athygli og þótti henni sérstaklega gaman að fá þær allar í heimsókn heim til sín síðasta daginn.

Ég er ekki alveg á því að skrifa 4. daga skemmtun niður í smáatriðum, en ég skal segja ykkur það að mikið var drukkið, borðað af góðum mat, sungið, dansað, verslað og allra mest hlegið!
Ég vil þakka þessum yndislegu konum fyrir frábæra helgi. Einnig vil ég þakka fyrir allt sem þær fyrir mig gerðu og fyrir það sem þær mér gáfu;) Takk enn og aftur elskurnar

Helgin endaði svo á því að þær komu allar á sunnudeginum í heimsókn í kotið. Mannskapurinn var frekar tussulegur svo var ekkert annað í boði en að draga út svefnsófann og auka sængurnar svo þær gætu hvílt sig fyrir ferðalagið heim.

Ég vaknaði svo í gærmorgun og tók þá blákaldur veruleikinn við.... Rigning og kuldi í Köben og ég þurfti líkt og aðra daga að hjóla í skólann, versla í Nettó, elda, svæfa Lovísu og horfa á 1. þátt í 3 seríu af prison break. ( Vill samt taka það fram fyrir Ebba að ég geri ekki allt , hhehhee svona til að halda friðinn á heimilinu;)

love Gudda
e.s myndirnar frá helginni eru komnar inná myndasíðuna

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gudda!

Sakna þín músin mín :)
kv
Hrefna Lind