Já hún Lovísa Margrét er alveg að springa út núna, hún tekur uppá einhverju nýju á hverjum degi. Hún er farin að labba helling (skríður nánast ekkert) og ef hún vill komast eitthvert þá tekur hún bara í höndina á manni og vill að maður komi með sér.
Í dag fórum við feðginin í Fisketorvet (sem er verslunarmiðstöð hérna) og þegar hún var búin að vera heillengi í vagninum tók ég hana upp og leyfði henni að labba aðeins. Henni þótti það æðislegt og tók bara í vagninn sinn og keyrði hann, með smá hjálp þó ;).
Svo vill hún bara borða sjálf og við leyfum henni að halda á brauðinu og svolleiðis. Við ætlum að taka fram matarstellið sem er ætlað til þess að börn borði sjálf núna bráðum.Það verður áhugavert.
Það er líka mjög fyndið að sjá hana setja glasið sitt (alltaf) í gluggasylluna við hliðina á matarborðinu, þetta er eitthvað sem hún tók uppá alveg sjálf :D
Hún er líka farin að tala heilmikið; segir pabbi, mamma, dudda, bumba, voffi (og voffinn segir: Voff), dótið. Hún þakkar fyrir sig þegar maður réttir henni e-ð og þegar við klæðum hana í eða setjum e-ð fínt í hárið þá segir hún Vá, líka ef henni finnst e-ð vera flott (eins og t.d skartgripaskrín Gunnellu) já hún tjáir sig bara frekar mikið með tali.
Í eins árs afmælisgjöf fékk hún dvd-diskinn Söngvaborg frá Rakeli, Söndru, Baldri og Jón Þór litla frænda. Núna horfir hún á þetta daglega og dansar með, hún er alveg dolfallin. Svo þegar við syngjum fyrir hana klukkulagið (af disknum) þá baðar hún út höndunum, dansar, klappar og syngur með: tikk og takk. Það er alveg yndislegt að sjá hana.
Já það er margt að gerast hjá Lovísu okkar og við erum dugleg að taka myndir af henni auðvitað. Núna var ég að setja myndir af þessu öllu inná vefalbúmið Lovísa í DK (þið "skrollið" bara aðeins niður til að sjá nýjustu myndirnar). Svo er ég líka kominn með video-síðu hjá youtube, þannig að það ætti að gera ykkur auðveldara að fylgjast með. Gaman af því!
Þangað til næst.
Kv. Ebenezer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Halló köben yndislegt að sjá ykkur og heyra. Gott að frétta frá sigó allt gengur sinn vana gang.Móðir mín var að koma frá sólarströnd. Og var ég með Frakk bróður minn í pössun sem er meiriháttar gaman.Hafið það sem allra best
Kv ÆGir
hæ hæ gaman að geta fylgst með ykkur í danmörk við söknum ykkar mikið gaman að ´heyra hvað lovísa er orðin stór og dugleg ogfrábært hvað diskurinn slær í gegn hjá lollý og ég efast ekki um að foreldrarnir elski að setja diskin í á hverjum degi en svona er þetta nú mömmur okkar þurftu að þola ýmsa tónlist sem við elskuðum að hlusta á ég var td. fan nr1.af brúðubílnum lilli lilli :) kv sandra og jón þór hlökkum tila að hitta ykkur sem fyrst
Söngvaborg 3 inniheldur tvö lög sem að munu festast í heilabörkinn ykkar að eilífu, ég vara ykkur við þeim hér með sem dyggur áhorfandi Söngvaborgar.
Róbert Bangsi og Bimbirimbirimbirimba eru lögin sem á að varast.
hahaha lilli í brúðubílnum var málið!!!
Við erum með s.borg 4 og þar er þetta klukkulag. Það festist líkt og maísstöngull í tönnum!...á e-r tannstöngul?
Skrifa ummæli