Ég var að setja inn ný myndbönd af Lovísu þar sem hún er að gera sig fína og svo þar sem hún dansar yfir Söngvaborg 4.
Svo er annars bara allt gott að frétta af okkur. Ekkert nýtt svosem, nema kannski að Lovísa er núna búin að finna sér tómstundargaman.
Hún hossar sér í tíma og ótíma á sófapúðanum sem hægt er að sjá á myndbandinu "Lovísa í stuði" þetta er frekar fyndið!
En það má líka alveg láta það fylgja öllum þessum skemmtilegu sögum af lillunni að hún er svakalega skapmikil. Já, hún er ótrúleg stundum. Ef hún fær ekki það sem hún vill þá er bara öskrað og skríkt, hún er líka dugleg að "gráta" þegar það hentar henni. Ég skal reyna að ná þessu á mynd.
Hehe, já svona er þetta bara... Skil ekki hvaðan hún fær þetta ;-)
Jæja vildi bara láta ykkur vita af nýju myndunum og láta vita af okkur.
Bestu Kveðjur:
Ebbi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er e-ð að hljóðinu, veit ekki hvernig stendur á því en þið sjáið allaveganna hvað er á seyði.
Já elsku litla fjölskylda, spurning hvaðan barnið hefur alla þessa dans og söng hæfileika og þörf fyrir að hreyfa sig eins foreldrarnir eru til baka !
Bestu kveðjur Amma Dreki
Skrifa ummæli