þriðjudagur, 2. október 2007

Út að leika!

Við feðginin vorum orðin leið á því að gera ekki neitt nema að borða og horfa á Söngvaborg þannig að í dag ákváðum við að breyta til!

Við gerðum okkur ferðbúin og svo rétt fyrir kl 3 hoppuðum við kát út um dyrnar í átt að nörrebro park. Þetta er smá labb og þar sem ekkert var að gerast á leiðinni ákvað Lovísa að taka sér lúr. Allt í lagi með það. Hún var svo vöknuð 40 min. síðar og til í slaginn.
Pabbi klæddi lilluna sína í pollabuxur og þá vorum við klár. Lovísa skríkti gjörsamlega af ánægju, greip í vagninn sinn og æddi í átt að rólunum þar sem krakkarnir voru. Hún fékk að prófa aðeins og líkaði mjög vel. Svo var þarna líka ungur piltur sem hún náði að blikka, gaman af því.
Því næst var farið í sandkassan og þar var stór og flott rennibraut sem við urðum nátturlega að prófa.
Þessi garður er mjög skemmtilegur; rennibrautin er skipsbrak, klifurgrindin er gamaldags flugvél, og svo er fleira í þessu þema. Krökkunum líkaði auðsjáanlega vel!

Eftir að Lovísa var búin að róla og renna sér og leika sér með krökkunum kom mamma úr skólanum.
Mamma náði að sjá seinni salibununa niður sjóræningjaskipið og svo fórum við að leika okkur saman og taka nokkrar myndir.

Þessar myndir eru núna komnar inn og einnig eitt myndband (þar sem Lovísa Margrét fer á kostum í rólunni!)

Læt eina fylgja hér með af okkur fjölskyldunni:
Bestu kveðjur
Ebbi, Gunnella og Lovísa Margrét.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk takk takk fyrir að vera svona dugleg að blogga! Það er svo gaman að heyra og sjá hvað þið eruð að gera alveg yndislegt!!

Nafnlaus sagði...

Ja astin min eg skal kaupa bleijuturkur!!