laugardagur, 24. nóvember 2007

21 dagur í heimkomu :)

Það er annars ekkert að frétta of okkur.

Lovísa er enn lasin, eða síðan á sunnudag og erum við alveg að klepra á inniverunni!
Fór með hana til læknis því hún er búin að vera með svo ljótan hósta en það er ekkert hægt að gera við honum annað en kamomilla með hunangi.

Jú tók reyndar eftir því í gær að báðar neðri augntennurnar eru komnar upp og þýðir það að skvísan er komin með 14 tennur og ein augntönn í efrigóm á leiðinni.
Hún er líka búin að vera slefandi eins og hundur og reynir að bíta allt og alla, hey hún er kanski bara með hundaveikina...HA held ég ætti að gerast læknir.

En jæja nú fer að koma að gesta tímabilinu, Gréta mágkona kemur á Þri og verður hjá okkur til 4. des og tengdó koma á Fim og verða (reyndar á hóteli) til 4. des. Svo kemur minn elskulegi faðir 4. des og förum við mæðgur svo til baka með honum til ísl. 15. des.

Ég var í söngtíma á fimm. og fékk ég að vita að lokaverkefni mitt fyrir þessa önn verður að syngja jólalag "Maríu Karrý" All i want for christmas is you musicbox.sonybmg.com/videos/mariah-carey/all-i-want-for-christmas-is-you
Þetta þarf ég að flytja fyrir framan kennara, nemendur, maka og einhverja á jólahátíðinni í skólanum þann 8. des.
Ég er smá stressuð yfir þessu því þetta er svolítið erfitt lag, en ég er búin að ákveða að syngja það með hjálp frá tvemur strákum í rauðum g-streng með jólasveinahúfur og jóla bjöllur. Svona til að fá smá fjör í þetta:)

en jæja Lovísa er ekki alveg að gúddera að mamma sé bara að hanga í tölvunni svo ég ætla að hætta núna.

Af Ebba er ekkert að frétta annað að hann er að vinna alla helgina, vúhú

k.v. Gunnella

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha sé þig alveg fyrir mér að syngja þetta lag með þessa tvo gaura með jólahúfur í g-streng! Þú ferð létt með þetta lag, hef fulla trú á þér:)
Vona að litlu skottunni fari að batna, bið að heilsa og hlakka til að sjá ykkur um jólin, við stelpurnar reynum nú að hittast.

Nafnlaus sagði...

hæhæ frábært hvað þér gengur vel í skólanum gunnella mín hlakka til að fá ykkur til landsins vonandi fer lolly pop að batna sf öllum þessum veikindum þú átt eftir að rúlla þessu lagi upp með maríu karry :) ebbi minn vonandigengur þér vel í vinnuni sakna ykkar ps. komnar inn nýjar myndir af frænda kv sandra

Nafnlaus sagði...

Alveg er ég viss um að þú stendur þig eins og hetja!
Vona að þú getir youtube-að þetta fyrir okkur sem erum í vitlausu landi þann 8. des....

Hilsen á hele familien.

Nafnlaus sagði...

ég mæti ;) er þetta ekki lau eða eitthvað...
annars vil ég bara koma þvi á framfæri að ég vil komast á vinalistann hér til hægri ;)
sjáumst vonandi sem fyrst :)
kveðja úr sveitinni ;)

Ebbi sagði...

Elskan mín þú ert þar og hefur alltaf verið...

Lesa á milli línanna ;)

Nafnlaus sagði...

Tekur þetta bara eins og litla gellan í Löf Aksjúallí!!!
Hlakka til að sjá ykkur mæðgur eftir 2 og hálfa viku! :))

Nafnlaus sagði...

Það er ekki gott að litlan sé svona lasin :( Hún hlýtur að hrista þetta af sér, enda er hún hörkutól. Ég treysti á að Ebbi taki síðan upp Maríu Karrý performansið :)