miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Arcade Fire

Jeeeeeeesss!

Ef ég ætti að gefa dögum sem enda með óvæntu tvisti þá fær þessi 10,3.
Þannig var að þessi dagur byrjaði eins og allir hinir. Ég fór svo í vinnuna kl 12 og var búinn að vinna í 2 tíma þegar ég heyrði í Jóa og tjáir hann mér það að hann sé með auka miða á Arcade Fire.... fyrir mig!!!

Ég var sko löngu búinn að athuga hvort miðar fengust, en það var jú uppselt. Þetta eru einir af þessum sem ég vildi alls ekki missa af, en ég var Búinn að sætta mig við að fara ekki í þetta sinn.

Ég var mjög þakklátur þessu en ég vildi ekki bara segja já og fara með einungis 6 tíma fyrirvara og stelpurnar óaðspurðar svo ég reyndi en án árangurs að ná í Gunnellu þannig að ég hringdi bara í Jóa og tók miðanum.

Fór svo aftur að vinna ólmur og eftirvæntingin var mikil. Eftir nokkurn tíma fæ ég SMS frá Jóa og það voru slæmar fréttir: miðinn var farinn til einhvurs annars meðan ég beið eftir að fá svar frá Gunnellu (Hún sagði by the way "já farðu!").
Jæja OK ég var nú ekkert ónýtur enda ekkert búinn að plana þetta og sá þá bara fyrir mér elskulega stund með minni heitt elskuðu.
Nei nei hringir ekki vinnusíminn eftir einhverja stund og samstarfsstúlka svarar, og mér til mikillar furðu var síminn til mín(?). Það var Gunnella og hún segir mér að Jói sé að reyna að ná í mig. Ég hringi og hvað haldiði, Jú kallinn reddaði bara öðrum miða...HAHH!! jeg bleiv svo mikið lykklig að þið trúið því ekki... það var bara aðeins of mikið.

Þannig að eftir vinnu fór ég bara í KB Hallen á þessa Svakalegu tónleika. Þetta var algert yndi, augnakonfekt jafnt sem eyrna. Þetta eru sko Performerar með stóru P!
Öll skiptust þau á hljóðfærum og voru fær á þeim öllum. Svo var ekki slæmt útlítandi sviðið (gefur kannski þeim sem ekki til þekkja smá vísbendingu að seinasta plata heitir Neon Bible)

Lögin sem þau spiluðu voru þessi nýjustu sem eru skotheld tónleikalög og svo tvö óútgefin. En þau áttu líka besta cover lagið, Þau tóku Kiss Off með Violent Femmes og það með söngvarann á Orgelinu (með stórum staf og greini) ...geggjað!
(setlistin kemur hérna)

Já það var mikið dansað, klappað og vú-að. Virkilega ánægjulegir tónleikar og ekki slæmt að fá þetta svona óvænt.
Þakkir til Ingunnar og Braga með milliliðinn hann Jóa

Hér sjáiði svo No Cars Go og Coverlagið Kiss Off




Good times!
Ebenezer

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Niiiice!

Arcade eru flottir og það er Jói reyndar líka :)

Nafnlaus sagði...

Ég hefði til í að vera með ykkur félögum þarna í góðu glensi með öl í hendi :) Vonandi fæ ég það tækifæri fyrr en seinna :)