Það er svo margt sem ég gæti sagt, en veit ekki hvar ég á að byrja...
...svo ég byrja bara á deginum í dag.
Við Lovísa fórum í fyrsta skipti saman á hjólinu í morgun, og verð ég að segja að loksins þegar ég var búin að fá smá vöðva og byggja upp þol þá bætast 13 syngjandi og sí bablandi kíló aftan á hjólið;)
Já henni fannst geggjað að vera á fína rauða hjólinu hennar mömmu með fína Bangsimon hjálminn sinn.
Ég skutlaði henni í leikskólann þar sem hún gekk inn með bros á vör án þess að líta við og kvaddi hún varla mömmu sína því svo mikill var spenningurinn. Hún er semsagt alsæl og höfum við ekki enn fundið neitt til að kvarta yfir.
Ég hjólaði svo í skólann minn sem er "bæ þe vei " bara handan við hornið og átti þar góðan dag.
Byrjaði á að fara í dans frá 10-12.45 ( já pústiði bara) svo var " Stemma training" eða raddþjálfun eins og það heitir á íslensku.
Síðasti tíminn minn í dag var svo DRAMA, en það er einnig sá tími sem við erum oftast í og er kennarinn okkar þar einnig umsjónarkennarinn.
Við fengum afhentan texta sem við eigum að læra fyrir mánudaginn. Fjórar stelpur úr bekknum fengu senu sem þær eiga að leika saman 2 og 2. Þær þurfa að læra hana alveg utanaf svo þær geti leikið það á mán. Svo vorum við tvær sem fengum mónóloga, en það er fyrir þá sem ekki til þekkja , einleikur. Við þurfum líka að læra hann alveg utanaf fyrir mán.
Hin stelpan sem fékk líka einleik leit á blaðið sitt og var nokkuð sátt, rúmlega hálft blað. Hún leit svo á mitt blað og kom á hana súr svipur, heilt blað!!
OOGG hún sagði: bíddu fyrirgefðu, afhverju fær hún mest? Hún talar ekki dönsku! Á hún ekki að fá mitt blað
Kennari: Nei þetta er bara svona, og hún getur þetta alveg
Ég : hahhhahhahhahha er þetta grín ( nei ég sagði ekkert, brosti bara ) Var reyndar alveg að springa inní mér. Þetta er rosa traust sem maðurinn hefur á mér!! Veit ekki einusinni hvort ég gæti þetta á íslensku.
En þetta þýðir bara að ég verð inni alla helgina að tala við sjálfa mig!!
En ég er er búin að komast að því síðustu daga að ég er í alvöru í Háskóla... DRAMA Háskóla
Þetta er svo fyndið, heill skóli af athyglissjúkum DRAMA drottningum. Þar sem allir eru vinir á meðan þeir berjast um besta bitann.
Já en þarna á ég víst heima svo ég ætla ekki að segja mikið;)
Er orðin voða spennt að koma heim um jólin og það fer að koma að því að ég telji niður dagana. En ekki alveg strax, það er of snemmt.
Hlakka svo til að knúsa alla, fara í bað og nuddpottana. Anda að mér íslensku lofti og borða fullt fullt fullt af góðu Nóa Siríus konfekti. Einnig hlakka ég til að fá gott kaffi án þess að borga 500 milljónir fyrir það.
Elska ykkur
kv. Gunnella
p.s. Bílinn okkar er enn til sölu og fæst næstum fyrir hvað sem er...já, eða í kringum milljón. Það er sett á hann milljón og fimmtíu. Endilega auglýsið það fyrir okkur, verðum að losna við hann sem fyrst!
Svo verður íbúðin okkar leigð út á ný frá og með 1. feb
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
HAHAHAHAHA 13 syngjandi og síbablandi kíló :D Gunnella mín þú ert engum lík :D það styttist í skvísuna ;) bíðið spennt :D ég er það allavega :D LOVE Gréta
Sæta Gunnella mín ég sakna þín svo mikið get ekki beðið eftir að fá ykkur fjölskylduna heim um jólin! Það verður klárlega þambað í sig kaffi og slúðrað!
Kiss Unnz
Gréta: auðvitað erum við spennt, það verður gaman að sjá hvernig þú lítur út tvítug;)
Unnsa mín: hlakka svo til, ef það er eitthvað sem ég sakna þá er það góður kaffibolli yfir góðu spjalli með góðum vinkonum;)
Ég segi nú eins og þú, Gunnella mín, ég veit varla hvað ég á að segja, en það er nú eins og þú veist mitt vandamál. Og þó. Ég get séð ykkur Lovísu fyrir mér á hjólinu og það gleður mig. Já, og einnig það að þér líkar vel í skólanum og að þér er treyst.
Það gleður mig þó mest að fá ykkur heim um jólin og getað faðmað ykkur.
Amma biður að heilsa og við sendum kossa og knús til ykkar.
Kveðja,
Haddi afi.
Elsku dúllurnar mínar...
Mikið er gaman að heyra hvað Lovísa er ánægð á leikskólanum sínum. Það verður gaman að fá ykkur heim um jólin, getum varla beðið!!! Var að hugsa hvort það væri hægt að setja upp jólatré í ár, ætli Lovísa eigi ekki eftir að missa sig í figtinu:-)
Elskum ykkur!!
koss, mamma og Lupparnir
Gleymdi að óska þér góðs gengis í skólanum á morgun Gunnella mín.
koss mamma
Skrifa ummæli