mánudagur, 5. nóvember 2007

Á leikskóla er gaman...

Jæja, þá er stóra stundin runnin upp. Lovísa Margrét er ekki lengur lítil stúlka heimafyrir heldur er hún orðin stór stelpa á leikskóla!

Já mikið rétt. Lovísa byrjaði í leikskólanum á fimmtudaginn seinasta. Gunnella fór með hana í aðlögun þann daginn en svo fór ég með Lovísu á föstudeginum. Við komum kl 9:00 og þá var morgunkaffi þar sem við sátum bara með hinum krökkunum (takið eftir að ég tala um mig sem einn af krökkunum ; )) og átum smjör með brauði á, hehe.
Svo fóru bara allir að leika sér og Lovísa Margrét fann sér eitthvað dót og var bara sallaróleg á meðan sum barnanna gerðu uppreisn!
Hún virðist vera sjálfum sér nóg en er samt auðvitað félagsvera og vinaleg þannig að þegar hún vill leika við einhverja þá er það ekkert mál heldur.
En ég sá það á þessu að það hefði ekki breytt neinu hvort ég hefði farið strax eftir kaffið eða verið þarna, hún var ekkert að taka eftir mér enda nóg annað nýtt til að hafa gaman af.
Við þurftum svo reyndar að fara kl 10:00 því það var einhver graskershátíð og starfsmaður veikur þannig að það hefði verið of mikið kaos.

Svo um helgina þá fóru þær mæðgur í mat með Svanhildi til Arnar Inga og Elínar (sem eru vinir hennar og kunningjar mínir úr FB, gott fólk það) Þar fengu þær þennan fína mat og Lovísu var bara skaffaður stóll og allt til alls þannig að þetta var ekkert mál. Svo þegar líða tók á kvöldið og háttatími kominn á lilluna þá voru bara fundin til náttföt og Lovísa sofnaði bara þarna, svo komu þær bara heim seinna um kvöldið eftir ánægjulegar stundir. Takk fyrir allt krakkar.

En ég átti líka minn áfanga hér á fimmtudaginn líkt og Lovísa er ég byrjaði að vinna í Blend í verslunarmiðstöðinni Fields Þetta var öðruvísi en auðvitað mjög skemmtilegt og já svoldið öðruvísi ;) Ég þarf náttúrulega að tala dönsku, sem er kannski ekki alveg komin hjá kallinum en ég er kaldur kall og ófeiminn þannig að þetta kemur fljótt. Ég finn alveg strax mun eftir að hafa unnið einungis tvo daga (fimmtud. og lau.d.)
Þannig að nú er ekkert bara Strikið hjá ykkur kaupóðu íslendingunum heldur líka Fields, þó það sé ekki nema bara til að segja Hej!

Jæja fínt í bili, stelpurnar eru farnar í skólann og ég fer að vinna kl 12 (til 20)
Þangað til næst...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast:)brjálaða gengið er nú aðeins að jafna sig.Gaman að heyra að Lovísa sé að líka vel með börnunum.Kossar frá okkur öllum.Margrét er byrjið að segja Lovísa,er alltaf að sýna henni myndir.hún segir reyndar ojísa:)en er samt dugleg.

Gummi Jóh sagði...

Flott hjá ykkur!

Þú rústar þessu af gömlum vana, lætur ekki einhverja danska hnakka slá þig útaf laginu þó að þú talir ekki reiprennandi eitthvað hrognamál.

Eftir 50 ára verður það líka þannig að við eigum allt í Danmörku og þau þurfa að tala íslensku til að geta talað við herrana sem eiga allt dótið þeirra.

Nafnlaus sagði...

Já nú er alvaran tekin við, ekkert "bara heima í mömmó (pabbó)"elsku kallinn, þið eigið eftir að plumma ykkur flott, tala nú ekki um þegar allir í DK verða farnir að tala Íslenskuna eins og sumir segja.
kv . mamma

sunnasweet sagði...

hægæs...gaman að lesa af ykkur hérna...þið eruð sniðin fyrir danskt líf í Köben ;) um leið og það reynir á dönskuna kemur hún fljótt. Hafið það gott..
Hej Hej

Nafnlaus sagði...

Hún er nú meiri rúsínan hún Lovísa Margrét. Get ekki beðið eftir að hitta hana, og ykkur af sjálfsögðu!
Þú stendur þig eflaust eins og hetja í vinnunni, enda ætti andlegi stuðningurinn minn að hjálpa smá :) Je, helt fint, du er en rigtig god budmand, jeg skal altid huske meget til din !!!

Ebbi sagði...

þú ert tungumála gúrúinn minn senor professor Fannaro!

Nafnlaus sagði...

Halló kem þessu til skila ebbi þeir sem fara til köben eiga að koma við í blend og kasta kveðju á kappan og versla. Verð að skýra frá að ég fór í Dressmann er ég fór til Rvk og hefur liðið illa með það. Enn ég veit að þetta var röng ákvörðun Blend er toppurinn. Gott að heyra að frænka plummar sig á leikskólanum. Og að lokum var að koma frá Akureyri fór á tónleika með Ný Dönsk geeeeeeeeeðveikt stuð og gaman.Og gunnela að vera eða ekki vera.Hafið það sem allra best
kv Ægir

Nafnlaus sagði...

Heygey!
Ebbi getur selt sand í Sahara svo ég hef ekki áhyggjur af því að tungumáliðl trufli þig svo mikið meðan þú ert að ná tökum á því.
Gott að Lovísa er ánægð á leikskólanum :)
Ætlaði að nota tæknina sem er boðið upp á hér til hliðar og senda "FRÍTT SMS TIL DK!!!" en það virkar ekki :(
Hilsen