þriðjudagur, 20. nóvember 2007

..með orðm i eyðanu

.. Ebbi á þessa frægu settningu frá því hann var lítill lasinn strákur!

En nú vill svo til að hún Lovísa Margrét er lasin, hún er búin að vera með hita, hor í nös, sokkin augu og slæman hósta sem fylgir lítil rám rödd. Æ hún á svo bágt greyið, en það fylgir því víst að byrja á leikskóla að veikjast.

Ég verð að láta það fylgja í þessari færslu að kvíði minn yfir lærdómnum var óþarfur.
Ég átti í engum vandræðun með að læra textann og var ég "reyndar" (svona svo ég monti mig aðeins,uhum) sú eina í bekknum sem náði því ;) ohh ég er svo stolt.

Gæti montað mig aðeins meira, og farið að tala um hversu vel mér gekk svo að leika einleikinn. Já og að kennarinn hafi sagt eftir seinustu umferðina mína "stelpur svona á að gera þetta" hehhe en ég ætla ekkert að vera að því.
Maður vill nú ekki líta út fyrir að vera einhver MONTRASS :)

En ég var spurð að því í dag, hvað væri fyrsta íslenska jólalagið sem poppaði upp í hausnum á mér. Og eftir svona 3 mín heiladauða þögn byrjaði tungan í mér að hreyfast og út kom " snjókorn falla á allt og alla..." var svo eftirá piss fúl yfir að muna ekki eitt einasta ísl. jólalag.
Mig langar því að byðja ykkur kæru vinir að commenta fyrsta jólalagið sem poppar upp í ykkar kláru kollum.

Jæja held nú að súkkulaðisósan sem ég er að búa mér til sé tilbúin svo ég ætla að fara og dreifa henni yfir vanillu ísinn sem ég á inni í ískáp:Þ hllljúp.

Svona er lífið í köben, Ebbi á handbolta æfingu og ég að verðlauna bragðlaukana með því að refsa ristilnum.... eða eitthvað

munið jólalagið
love and kisses

p.s. Áfram ísland á morgun!!! meika ekki að mæta í skólann sem eini Lúserinn, hehhe

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eina jólalagið sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til ykkar er "Þú og ég og jól(n)" hahaha en Ebbi á handboltaæfingu haaaaaaa ? það líst mér mjög vel á :D

Nafnlaus sagði...

Ahhh, nú er ég með snjókorn falla á heilanum :) En mér dettur í hug "Ég fæ jólagjöf, jóla jólagjöf" lagið, Jólahjól og Þú og ég og jól... Vá ég gæti haldið endalaust áfram :) Snilld að þér gangi svona vel í skólanum, um að gera að "ekki" monta sig af því hér hehe... Kv. Helga Dögg

Nafnlaus sagði...

Skilda vera jólahjól.....ætli það sé mótorhjól......mammog pabbi!!!! þegja og viljekkert segja!!!

Nafnlaus sagði...

Yfir fannhvíta jörð..........
Jólagjöfin þín í ár .........
Eru mín uppáhaldslög.
Elsku montrassinn minn
Vonandi batnar Lovísu minni sem sem fyrst og enginn orðmur í eyra.
kv Amma reki

Nafnlaus sagði...

Svona eru jólin. Ég varð um leið yfirmáta svekktur yfir því að mér skyldi ekki detta í hug uppáhaldsjólalagið mitt sem ég man eki enn hvað heitir.

Knús til lillu frá okkur í Eskihlíðinni. Og til ykkar líka :)

Ebbi sagði...

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn...

Þetta er skemmtilegur leikur

eeen Baldvin! hvernig stendur á því að ekkert hefur frést af ykkur úr...Eskihlíðinni???

ég heimta samtal!

Nafnlaus sagði...

Jólahjól kom strax hjá mér....man annars ekki eftir fleirum og á é gnú að vera mikið jólabarn. En leiðinlegasta er ef ég nenni jólalagið með Helga Björns, alveg rosalega ó-jólalegt.
FArið nú að drífa ykkur í heimsókn
Knús frá Elfu og Einari

Nafnlaus sagði...

;;já ég vildað alla daga væru joooooóóóól, Þá gætu allir dansað og sungið jólalaaag,Já ég vildað jólin kæmu strax í daaaag,látið kluuukku griiinginn jólin:)Hlakka ótrúlega til að hitta ykkur um jólin,það verður geggjuð stemning hjá okkur,eða hvað!!!kysstu litla krútt frá mér og gefðu henni svo nóg af LÝSI.kosssssssogknúúúúúúús Hafdís og co

Gummi Jóh sagði...

ég hlakka svo til... damm damm damm damm! ég hlakka alltaf svo til!