sunnudagur, 11. nóvember 2007

Nýtt, Nýtt, Nýtt

Ég er búinn að setja inn nýjar myndir og myndskeið

Vonandi hafiði gaman af þessu og svo kemur fjölskyldufærsla í fyrramálið

Góðar stundir og lifið heil
Ebz

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælt og blessað veri fólkið í henni Kaupmannahöfn. Nú get ég farið að láta til mín taka í athugasemdum um það sem þið eruð að skrifa og gera þarna úti. Því nú hef ég fengið í hendur lykil þann sem opnar mér leið til þess.

Gaman var að skoða myndirnar af henni Lovísu. Hún er algjör rúsína og vel alin hjá ykkur. Kyssið þið hana frá mér og segið henna að ég sakni hennar.

Þar sem ég gat nú lítið sagt í myndavélina í dag fyrir henni ömmu Gunnellu. Enda ekkert nýtt að svo sé. Þá vil ég nú segja við ykkur Ebbi minn og Gunnella mín, að mér þykir mikið vænt um ykkur og sakna ykkar mikið. En ég vona og bið Guð að gefa það, að vera ykkar í kóngsins Kaupmannahöfn verði ykkur til blessunar. Og að þið megið koma til baka full af visku og þekkingu til að takast á við lífið á eyjunni fögru norður í Dumbshafi.
Ástar kveðja,
Haddi afi.