Já það hefur margt skemmtilegt gerst síðustu daga.
Elsku pabbi minn kom á laugardaginn, Lovísa var svo glöð að fá fleiri gesti. Hún var samt ekki alveg að skilja afhverju hann væri líka kallaður afi þegar afi Biggi er nýbúin að vera hjá okkur. En hún tók honum með opnum örmum og lét það ekki trufla sig frekar að hann væri líka kallaður afi (enda segir hún alltaf afa)
Ég átti svo að vera mætt á jólaskemmtunina upp í skóla kl:17
Ég mætti að sjálfsögðu "moderigtig" eða tískulega seint í boðið, eða kl 17.45, en það gerði ekkert til því danir eru óstundvísasta fólk sem ég hef kynnst.
Eftir að hafa drukkið fordrikk og hlustað á nokkur söngatriði var komið að matnum. Það var danskt jólahlaðborð, ekki alveg minn diskur en ég gat nú fundið mér eitthvað.
Eftir einn disk og 2 sopa af rauðvíni fann ég að ég var orðin eitthvað skrýtin í maganum, ákvað ég því að láta kjurt liggja og borðaði ekki meira og lét það vera að drekka. Sat bara eins og draugur á stólnum mínum .
Þegar ég gat ekki lengur haldið andliti ákvað ég að fara niður þar sem eldhúsið, salernin og einn salur er.
Ég lagðist á dýnu inn í sal og ætlaði að ath hvort verkurinn færi ekki, en ekki varð svo. Ég fann bara hvernig allt snérist við í maganum og mér varð óglatt.
OG svo bara 1,2 og 3, shit ég þarf að gubba. Í stress kassti reyndi ég að standa upp en var búin að festa kjólinn í skónum.
Náði loks að kippa skónum af mér og skunda út úr salnum.
Á leið minni að eldhúsvasknum gubbaði ég yfir allt eldhúsgólfið, og svo hélt þetta bara áfram og áfram og áfram allt kvöldið, líka þegar ég loksins komst heim og um nóttina!
Já ég fékk semsagt gubbupest og varð ekkert af Maríu Karrý!
Oooggg ég sem var meira að segja búin að lakka á mér táneglurnar!! aarrrggg ég er svo óheppin.
Æ en þetta var skemmtilegt kvöld, alveg þangað til að jeg brækkede mig (gubbaði)
Já en við mæðgur erum að koma eftir 3. daga :)
hlakka til að sjá ykkur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
en leiðinlegt að þetta hafi farið svona, þú verður bara að taka sjóið fyrir Ebba í staðinn;)
Hafið það ótrúlega gott elskurnar og njótið þess að drekka jólaöl og borða smákökur...mmmmm...nammi namm
Skrifa ummæli