Verð að segja ykkur frá því í hverju ég lenti í dag!!!
Ég var á leið minni í skólann og ákvað að labba meðfram söene, það var fallegt veður og endurnar voru glaðar. Ég var bara að hugsa um það eitt að drífa mig svo ég myndi ekki mæta of seint, þegar það kemur maður labbandi á móti mér.
Hann var hávaxinn, góðlegur og í mjög flottum gallabuxum. Hann var í leðurjakka og reiddi þetta svakalega hjól. Hár hans var sítt, dökkt og mjög krullað, maður sá samt að hann var með mjög fíngert hár.
Ég kannaðist strax við manninn svo ég starði á hann til að sjá betur hver hann væri. Hann brosti þá góðlega til mín og kinnkaði kolli.
Eftir 2-4 skref fékk ég sjokk, omg þetta var einhver frægur en ég gat ekki komið því fyrir mér hver hann var nákvæmlega.
Ég hringdi í Ebba og sagði honum frá þessu, á því augnabliki var ég viss um að þetta væri gítarleikarinn í KISS.
Veit ekki afhverju því ég þekki engan úr KISS.
Ebbi spurði þá hvort þetta gæti hafa verið Alice Cooper því hann var að spila hérna um helgina, en ég vissi að þetta var ekki hann.
Eftir skóla fór ég að hitta tengdó og ræddi þetta við Bigga, ég var þá alveg viss um að þetta væri Breti, í frægri hóp hljómsveit, spilaði á gítar og að ég ætti að vita hver þetta væri.
Ég mundi svo skyndilega að ég hafði séð þennan mann í heimildarmynd, en líka að heimildarmyndin væri ekki um hljómsveitina heldur sérstakan mann.... hmm hugsaði ég, var það Elton?.. Nei hver var það aftur.. AAAhh og það rann upp fyrir mér ljós og ég varð heit í framan og langaði mest til að öskra!!!
Heimildarmyndin var um Freddie Mercuri og Þetta var
Brian May!!
Takk fyrir Takk
:) Varð strax jafn vandræðaleg og ég var glöð því Queen er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og ég trúði því ekki að ég hefði ekki þekkt manninn.
Varð svo strax fúl því ef ég hefði kveikt á perunni strax (með hjálp frá Bigga) en ekki 3 tímum seinna þá hefði ég stokkið á hann og beðið um eiginhandaráritun, eða bara kysst hann heheh ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hva hefur enginn neitt um þetta mál að segja?
OFURSVALT! Ég hefði líklega pissað smá á mig svo það er sennilega gott að ég var ekki með þér...
hehhheh I KNOW!!
Mig langar líka að hitta einhvern frægan........
Skrifa ummæli