Þó svo að þið hafið ekkert að segja um málin þá er alltaf svo gott að vita að fylgst sé með. Eitt lítið kvitt hér og þar gleður okkur svo mikið.
Líka útaf því að maður veit að maður er þá að skrifa fyrir einhvern.
Látið okkur vita hvernig ÞIÐ hafið það.
Kv. Ebbinebbi og Dömurnar ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
15 ummæli:
Ég kem hingað oft í viku og ekkert smá sæt myndböndin með lovísu og myndirnar enda bara gullmoli þetta barn :) þó hún sé smáááá frek :D haha En ætliði að taka á móti evrópumeisturunum? haha voða móttökur fyrir þá kallana :D
Hæ hæ og kvitti kvitt. Af okkur skötuhjúum er allt gott af frétta, í skýjunum yfir bumbunni sem stækkar ört, veit ekki alveg hvar þetta endar :)Ég kíki á síðuna á hverjum degi ;)
Knús frá Þýskalandi
Bara að þakka fyrir skemmtilega stund á laugardaginn og láta vita að ég skoða þessa síðu oft. Annars eru slæmu fréttirnar þær að við unnum ekki spilið eftir að þið fóruð heldur tóku stelpurnar þetta á loka sprettinum :(
ooooooohh,þetta var jú líka bara spurning um hver myndi fá spilið á undann, en já takk fyrir góðar stundir.
Þessi bumba endar á barni
og okkur er bara boðið í partý hjá Jesper núna á lau., komumst því miður ekki vegna flutninga;)
halló, halló, ég er allaf hér og ég hélt kannski að þið væruð orðin leið á kvittinu mínu, kemst því miður ekki í flutninga hjálp um helgina en verð með í anda en ég skal passa Lovísu Margréti þið bara komið með hana til ömmu og afa :) :)
ég kiki mjög oft hérna inn æðisleg mynböndin hennar lovísu og myndirnar kv sandra
Það er ekkert betra en að kíkja inn á síðuna ykkar þegar maður er situr fyrirlestra dauðans. Mikið af þeim þannig að ég er oft hér inni.
Einar
ég er klárlega reglulegur gestur :)
skal samt vera duglegri að skilja eftir spor ;)
luv
gott að gleyma svo að setja nafnið sitt :) luv Svanhildur
þegar að þið skrifið athugasemd þá setjiði punkt í gælunafn-reitinn og skrifið svo þar nafnið ykkar, þannig er enginn nafnlaus ;)
Kvitti kvitt, sitjum hér á flugvellinum í Orlando og það er tæplega fimm tíma seinkun á flugi sem tekur sjö tíma. Gaman gaman, þá er fínt að lesa ykkur á meðan við bíðum og drekka einn öl. Kv. Ingó og Helga
Prufa.......
Já nú gekk þetta vel, auðvitað,en hefur ekki gengið eins vel undanfarin skipti.
Kv amma
Ég kíkji reglulega við enda sakna ég ykkar verulega!
Hvaða myndarlegi maður er þetta í speglinum? Yndislegt að sjá litlu prinsessuna dansa og syngja...
koss, amma lúlla
Skrifa ummæli