fimmtudagur, 3. janúar 2008

Gleðilegt nýtt ár...

...og takk fyrir það gamla!

Nú erum við komin heim til DK eftir alveg yndislega ferð heim til IS og hefst þá aftur bloggtíð. Gafst ekki mikill tími til bloggs vegna þétt setinnra dagskrá með fjölskyldu og vinum.

Byrjum bara á því mikilvægasta:

Það er sko satt sem þeir segja að það er gott að eiga góða að.
Við erum svo þakklát og glöð eftir ferðina því aðra eins gestrisni og annað eins örlæti og okkur var veitt er svo miklu miklu meir en hægt er að vænta. Allir voru tilbúnir að hýsa okkur eða fæða, eða bæði.
Einnig vil ég bæta við að gleðin í kringum Lovísu er himnesk og það er blessun að upplifa þetta með ykkur öllu góða fólkinu.
Ég get eiginlega ekki skrifað hvernig mér líður en Gleði og Kærleikur eru fyrstu orðin sem mér dettur í hug og ætla ég að láta það nægja.

Ég mun svo setja inn myndir á komandi dögum og svo var líka hellingur tekið á vélina hjá mömmu og pabba.

Þúsund þakkir og kossar
með ástarkveðju
Ebbi, Gunnella og Lovísa Margrét

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Leitt að geta ekki hitt á ykkur áður en þið fóruð út aftur. Verðum bara að vera dugleg á Skypinu svo ég geti fylgst með dúllunni ykkar. Gaman væri að fara að sjá nýjar myndir af dömunni. Gangi ykkur allt í haginn á nýju ári.
Kv
Friðbjörg

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár elskurnar gaman að heyra að það hafi verið svona yndislegt hjá ykkur á Íslandi! En ég hef nú smá fréttir því ég var að bóka flug fyrir okkur til Köben 30.apríl til 5 maí :) gleði gleði

Nafnlaus sagði...

Hæ krakkar og gleðilegt nýtt ár. Það var frábært að sjá ykkur þó það hafi ekki verið nema eina kvöldstund.

Nafnlaus sagði...

Friðbjörg: Æ já þetta var nú meira stressið, okkur tókst þó að selja bílin sama dag og við flugum út! En já gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt liðið og takk æðislega enn og aftur fyrir okkur. Lovísa hefur varla farið úr kjólnum, hann er æði.

Katrín: VEIVEIVEIVEI ohh hvað ég hlakka til! Þið verður að taka frá einn dag fyrir okkur, veit að þið þurfið að hitta marga og svona! En þið eruð svo að sjálfsögðu velkomin til að gista!!

Baldvin: Já Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömul og góð;)
Þetta var nú líka bara alveg fínasta kvöldstund! Gaman að fá að knúsa ykkur aðeins.