Já kæru lesendur, eins og þið gátuð lesið í síðustu færslu þá höfum við litla fjölskyldan ekki átt sjö dagana sæla upp á síðksatið.
Ég og Lovísa höfum verið uppteknar við það að fara á hina og þessa skrifstofuna og væla í fólki og skoða skítaholur sem legjast áttu út á 7000dk.
Ebbi hefur svo verið með tölvuna fasta við andlitið í 2 vikur að leita að íbúðum og senda fólki maila.
Við vorum orðin ansi svartsýn síðasta fimmtudag þegar aðeins voru 2 vikur í að við ættum að flytja út úr íbúðinni.
Eftir vinnu hjá Ebba ákváðum við að nú væri ekkert eftir nema bara að drífa sig á fund hjá húsráði Solbakkans. (Langar mig að taka það fram að Solbakken er kollegie sem við höfum heyrt að sé lang best að búa á, lang barnvænast og hefur það verið okkar draumur síðan að við vissum að við værum að flytja til dk. að búa þar.)
Jæja með fullan poka af áhyggjum og stressi á bakinu drifum við okkur upp í metro og héldum í átt að Solbakkanum. Lovísa var orðin ansi þreitt því fundatíminn er frá 19.30-21.00 og er hún vanalega komin uppí ból kl 20.
Þegar við komum inn á skrifstofuna tóku tvö undurfögur englaandlit á móti okkur. Þetta var fólk úr nefndinni sem var að vinna þetta kvöld. Þau hlustuðu á okkar sorga sögu og báðu okkur svo um að bíða aðeins
Þau fóru svo fram og aðstoðuðu annað fólk sem var að bíða, það tók svolitla stund og á meðan biðum við með hjartað í brókinni. Svo þegar þau voru búin að því sögðust þau aðeins þurfa að ræða málið. Við biðum enn lengra og virtist tíminn á tímabili standa í stað.
Þau komu svo fram og spurðu okkur hversu lengi við stefndum á að búa og hvenær Ebbi færi í nám og svona....... Svo sögðu þau...SSKKKOOOO
Ég vissi ekki hvert ég ætlaði því ég vissi það þá að við værum búin að fá íbúð!!
Þau sögðu okkur að það væri að losna íbúð núna 1. feb og að samkvæmt reglum þá þyrfti íbúðin að vera laus í 2. vikur svo hægt væri að fara yfir allar skemdir og laga þær og slíkt, en á sama tíma þá eru aðeins 4. mánuðir síðan það var gert því að íbúinn er aðeins búin að búa í henni síðan í sep-okt. Það þýðir að það getur verið að við fáum hana 10-13 feb.
Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, augun fylltust af tárum og fór ég að afsaka það. Ég baðst síðan afsökunar á því að ég þekkti þau ekki neitt en ég yrði bara að faðma þau!
Þau tóku því bara vel og varð þetta tílfinningaleg stund bæði fyrir okkur og þau;) heheh tárin urðu síðan smitandi...þið vitið hvernig þetta er. Fátt betra en að gera góðverk!!
Jamm og já þetta þýðir semsagt að við erum komin með fast heimili eins lengi og við viljum. Íbúðin er 63.fm, tvennar svalir og erum við á fyrstu hæð(dönsku) Það eru ekki íbúðir á jarðhæð. Það er bæði vöggustofa og leikskóli, en höfum við ákveðið að láta Lovísu halada áfram á sinni. Allavega í einhvern tíma.
Það er risa risa risa stór sameiginlegur garður og hefur maður heyrt sögur af góðum grill partýum þar.
Það er leikvöllur, líkamsrækt, ljósabekkir, þvottahús, vinnustofu-lesstofa og margt fleira.
En til að toppa þetta þá komumst við að því sama kvöld og við fórum á fundinn að íbúðinn okkar er aðeins ská fyrir neðan frábært fólk sem heita Eiríkur og Vigdís. Þau þekkjum við frá Íslandi(Ebbi og Eiki eru félagar úr FB) og eiga þau litla prinsessu sem er ári eldri en Lovísa. Ekkert betra en að eiga góða granna :) hhehe
Æ ég er bara yfir mig ánægð og hlakka ég til að eiga góðar stundir þar.
En við erum ekki alveg laus því nú eigum við eftir að brúa bilið frá 1-13 feb. Fólkið sem við erum að leigja af sagði að við gætum ekki fengið að vera lengur...argh þau eru svo ómannleg að það hálfa væri nóg!!(löng saga)
En What ever ég er alveg til í 2. erfiðar vikur ef ég þarf ekki að hugsa um húsnæðismál næstu 4 árin!!
Kossar til ykkar allra og þakkir til þeirra sem hafa verið svo elskulegir að hugsa til okkar og hjálpa upp á síðkastið.
Ástarkveðjur
Gunnella
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Vá frábært að vera komin á Sólbakkann! Innilega til hamingju með það!!!
Það lá við að ég felldi tár líka við að lesa þetta.
Sól úti sól inni sól í sinni sól bsra sól, til hamigju með Sólbakkann.
Hlutirnir bara gerast þegar þeir gerst elsku börnin mín, við breytum ekki því, en nú finnst mér þið loksins vera lennt.
Ástar kveðjur mamma og pabbi, amma dreki.
Til hamingju :) vei vei...
get því miður ekki hjálpað að flytja en kem fljótlega í heimsókn...
hvað geriði þangað til samt...??
luv
hæhæ takk fyrir gott spjall á sunnudaginn.
Þetta eru svo yndislegar fréttir! Ynnilega til lukku:)
Ást og kossar
Það þarf oft að hafa fyrir góðri lukku. Til hamingju með að vera loksins búin að finna ykkur samastað.
Bestu kveðjur!
Skrifa ummæli