Já það er sko alveg ótrúlegt hvernig maður er varla fluttur frá íslandi þegar 5 mánuðir eru liðnir og við byrjuð að undirbúa flutning á nýjan leik.
Lovísa er líka orðin svo stór. Hún hleypur um allt, dansar og syngur og okkur finnst eiginlega eins og hún hafi aldrei gert annað.
Svo er hún voða dugleg að tala, en eins og við segjum þá lærir hún að tala í gegnum sönginn ;)
Áður en við vitum af verður hún altalandi, syngjandi og á dansæfingum fjórum sinnum í viku!
Æjj ég vildi að þið gætuð öll upplifað þetta með okkur.
Jæja en svona er þetta og við gerum bara okkar besta í að flytja ykkur fréttir ásamt nýjum myndum og myndböndum. Svo verðiði bara að vera dugleg að koma í heimsókn.
Það eru semsagt komnar nýjar myndir og myndbönd frá janúar og nýjasta myndbandið var nú bara tekið í morgun svo það er heitt af vélinni.
Þangað til næst,
ástar -og saknaðarkveðjur
Ebbi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Við getum ekki beðið eftir að koma í heimsókn í lok apríl !!! Það verður gaman að hitta fjölskylduna á Solbakken :)
söknum ykkar frábært aðþað gekk allt vel með íbúðarmálin við vorum að koma frá kanarí rosa gaman nema við fengum öll ælupest fyrstu vikunna jón þórbyrjaði ogældi mest svo ég og svo baldur. heimleiðin tók svo 10 tíma í flugvél æðislega gaman við setumst inn í flugvélina 9.30 kl 10 flaug hún til mæjorka 3 tímar í vitlausa átt biðum svo á mæjorka í ca. klukkutíma í flugvélinni og máttu ekki far út svo var lagt af stað til íslands og við lentum 19.30 gaman gaman en þetta gekk samt alltmjög vel jón þór var rosalega góður í flugvélinni og hann fékk 2 tennur úti. kv sandra
Ég er sammála Fannari ...ég var einmitt að hugsa það núna í morgun hvað þessi fjarlægð á milli okkar er glötuð...á þessu ári munum við kanski hittast í nokkra daga...eða þegar við komum í lok apríl...en við náum upp gleðistundum þegar við komum til koben eftir áramót vúhú!
ást og kossar
Skrifa ummæli