Ég vil nú bara byrja á því að segja að seinasta vika og helgi var mjög skemmtileg og eiga Þorri og Kría allar okkar þakkir fyrir góðar stundir.
Þau komu á þriðjudeginum og fóru svo á sunnudagskveldinu (reyndar seint, eftir "smá" seinkun uppá velli). Þau kíktu auðvitað í búðir eins og sönnum íslendingum sæmir og sötruðu öl.
Á föstudagskveldinu þá komu þau, ásamt Daða og Ástu sem eru búsett hér í DK, í mat til okkar og var það Mexikó kjúklingarsúpa sem Gunnella matreiddi af sinni snilld (mmm... hvað hún var góð, og sterk :)) Eftir það sátum við og drukkum og vorum glöð.
Mjög gott kvöld í alla staði, Takk, Takk, Takk.
Sunnudagurinn var svo algert æði Þorri og Kría komu til okkar í smá kaffi og svo var planað að ég færi með þeim í Carlsberg verksmiðjuna.
Það var mjööög gott. Borguðum litlar 50 dkr inn og innifalið í því eru tveir bjórar, og fyrir bjóráhugamanninn mig þá var þetta mjög gaman, bæði fræðandi og svalandi í einu ;)
Eitt er alveg víst; komandi gestir eru á leiðinni í Carlsberg sama hvort þeir fái sér bjór eða fanta.
Já ég má heldur ekki gleyma að segja ykkur frá gjöfinni þeirra!
Kría er svo sniðug að hún geymdi moggan frá föstudeginum 15 sept. 2006 (sem þið ættuð að vita er fæðingardagur Lovísu) og þau komu semsagt með hann og er þetta alveg rosalega falleg og hugulsöm gjöf. Það verður svo gaman fyrir Lovísu að glugga í þetta eftir 15 ár, ímyndið ykkur bara.
Já það þarf sko ekki marga þúsundkalla til að gleðja fólk!
Takk æðislega fyrir þetta elskurnar.
En einmitt það: komandi gestir, þeir eru nokkrir.
Lúlla er að koma með strákana eftir 2 vikur og verða yfir helgi áður en þau fara til Ítalíu.
Mamma og Pabbi eru búin að bóka ferð og koma þau þann 8 apríl og verða í viku en Gréta systir er að koma þann 1sta sem þýðir að það verður ansi gaman (og "bissí") á næstunni ;)
Katrín og Fannar koma svo í byrjun maí til DK og vonumst við til að hitta á þau svolítið og svo eru jú fleiri og fleiri sem leggja vonandi leið sína til DK og okkar í leiðinni.
Ingó hvenær ætlið þið að koma??? Folfið bíður!
Það eru allir velkomnir allaveganna þó ekki sé nema stutt innlit.
Við Gunnella erum að hugsa um að föndra eins og eitt stykki gott dagatal sem er sérstaklega ætlað til gesta og heimsókna ;)
En ég segi þá bara: Sjáumst!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég hlakka svo til að koma :)
hæ hlakka mikið til að sjá ykkur og jú auðvita að skoða Carlsberg.
knús og kossar.
Amma dreki
Mig langar núna í einhvern nýjan pistil frá ykkur :)
Takk fyrir æðislegar stundir elsku fallega fjölskylda. Það var frábært að koma til ykkar. Þið eruð frábærir gestgjafar og yndisleg í alla staði. Þessi ferð var alveg hreint stórkostleg!!! Takk fyrir að græja gistinguna, takk fyrir allan góða matinn, Gunnella, þú ert sælkerakokkur!!! Lovísa mín, takk fyrir skemmtilega leiki, þú ert algjört æði!!
Skrifa ummæli