Ég hef í gegnum mína tónlistarlífsleið aldrei haft mikið álit á samtíma söngkonum. Það hefur alltaf verið svo gerfi-eitthvað, endalausar slaufur og endalausir tónar og algjörlega tilgangslaust rusl bara!
Ég á þarna við poppstjörnurnar nota bene. Eldri Djasssöngkonur og eðal rokkarar eins og Janis Joplin og Grace Slick úr Jefferson Airplain eru auðvitið Frábærar og ekkert slæmt um þær að segja.
En ég var eiginlega alveg búinn að gefast upp á kvennfólki og tónlist þangað til að Indie-ið kom til mín, nú eru þær margar hverjar sem gefa fyrrnefndum stórstjörnum ekkert eftir.
Hérna er ein sem ég alveg hreinlega elska! Röddin hennar og léttleiki er eitthvað svo flauelismjúkt að ég næ ekki að grípa um það, svo dillir hún sér eins og enginn sé morgundagurinn ;) Svo eru myndböndin svo listarlega gerð, allt er svo æðislegt bara!
Þetta er hin kanadíska Leslie Feist og hana vil ég kynna fyrir ykkur til að hleypa smá sól og gleði í hjörtu ykkar.
Gjöriði svo vel
mánudagur, 25. febrúar 2008
Loksins Loksins!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Ég er búin að vera að hlusta aðeins á hana og hún er geggjuð og eins Regina Spektor sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana ;) en öll mynböndin hjá Feist eru tekin í einni töku :) mjög skemmtilegar þessar 2 sérstaklega
já og svo Kate Nash, sem er nú kannski meira svona kvk útgáfa af Streets en samt ekki hip-hop (hmmm langsótt)
Já ég er ánægður með þessar kellur ;)
en endilega kíkið líka á hin myndböndin með Feist (my moon,my man og one evening sérstaklega) ég verð svo glaður þegar ég heyri þetta!
Sól og gleði móttekin :)
Þetta er vel magnað vídjó og flott lag.
5 mánuðir í að við lendum í Köben... Þetta styttist :)
hehehe ekki meira Baldvin?!
Vona að við sjáum ykkur fyrir þann tíma:)
Gott lag og flott video... Þyrfti eiginlega að fjárfesta í svona glimmerheildressi eins og hún er í :-)
Já Kate Nash er líka mjöög góð :) En ég vildi nú bara segja ykkur að ég ætla að koma í heimsókn til ykkar 1. apríl og já það er sko engin lygi! :D ætla að vera helming hjá ykkur og helming hjá Önnu Þóru aftur ;) LOVE Gréta
vóóóó nææææs!
hlakka til
kv .ebbi
Skrifa ummæli