mánudagur, 18. febrúar 2008

Nyhederne

Já þessi helgi var fríhelgi hjá mér og var hún að sjálfsögðu nýtt í að koma standi á heimilið.
Þetta gengur allt, ekkert alltof hratt en við erum heldur ekki að stressa okkur á þessu. Bara þegar við eigum tíma þá gerum við eitthvað. Einnig verðum við að dreifa útgjöldunum.

En á föstudagskvöldinu spörsluðum við smá og máluðum ganginn hjá klósetttinu og vildi ég aðeins föndra við hann; mála ramma og setja svo spegil á vegginn miðjan. Hann lítur vel út innan í hvítum ramma á gráum vegg.

Á laugardagsmorgninum fóru þær mæðgur í íþróttaskólann þar sem var spriklað og sparkað. Lovísa skemmti sér alveg konunglega.
En þegar hún vaknaði eftir lúrinn sinn var hún alveg ómöguleg þannig að við mældum hana og hún var komin með 39 stiga hita :(
Hún er búin að vera alveg lystarlaus en við reynum að koma einhverju ofan í hana og látum hana að sjálfsögðu drekka mikið.

Laugardagsverkefnið var svo að koma upp hillunum inní stofu og því var borinn framlenging handanna þann daginn. Úff, það gekk EKKI vel!
ég boraði og boraði og boraði og boraði og svo aðeins meir en ekkert gerðist!!!
Þessi burðarveggir eru ekki neitt slor hér á sólbakkanum. (nei þetta er ekki aumingjskapur í mér!!! þetta var batterísborvél og ekki alltof góður bor)
Á endanum komst þetta svo upp en það var bara önnur hillan :(
Hin fer svo upp í dag eða þegar ég næst hef tíma

Á sunnudag fengum við svo gesti. Það voru Ásta Björg móður(ömmu)systir og Jón maður hennar og svo vinir þeirra Jón og Mæja. Gunnella bakaði þessar dýrindis skonsur / amerískar pönnukökur og með þeim voru ávextir og síróp, mmmmm... það var gott.
En allavegana, þau stoppuðu ekkert svo lengi en þetta var góð heimsókn. Svo komu þau líka færandi hendi. Mamma hafði keypt föt á baby-born og svo voru sokkar og spennur til Lovísu en aðalatriðið var skokkurinn sem amma er búin að vera prjóna á lilluna sína og læt ég fylgja með mynd af dömunni. Einnig var með í pakkanum Lýsi og e-ð súkkulaði og þar á meðal lítil páskaegg sem Ásta var svo góð að færa okkur ef ske kynni að við fengjum ekki alvöru þá væri þarna allaveganna málshættir.
Takk æðislega fyrir heimsóknina og takk fyrir gjafirnar.



Í dag er ég svo heima með Lovísu því hún er ennþá veik:(
Ég er líka búinn að setja inn nýjar myndir og videó streyma inn sömuleiðis

Bestu Kveðjur
Ebbi og Lovísa Margrét

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já sæll........
þetta líst mér á sú er frúarleg (settleg) í nýja kjólum.
Nú er amma að prjóna á baby born.
love yoy
amma

Ebbi sagði...

hehe alveg eins kannski?

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flott í nýja kjólnum og gaman að skoða allar nýju myndirnar :)


Gréta að kommenta í nýju fínu tölvunni ;)

Ebbi sagði...

já komdu svo á skype-ið fljótt
getur séð hvar á að fá það í eldri færslum

Nafnlaus sagði...

ég er að prjóna peysu á baby með svipuðu munstri.
kv amma

Nafnlaus sagði...

vá hvað þú ert í flottum kjól...kannski amma Anna geti prjónað svona kjól á mig þegar hún er búin að prjóna á baby born:-)
kv,amma Lúlla

Nafnlaus sagði...

hæ elsku fólk! gott að þið eruð að koma ykkur fyrir í nýju íbúðinni hlakka til að sjá þegar við komum! og mikið rosalega er hún mikil rúsína hún Lovísa!!

kossar

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ mikið rosalega er Lovísa sæt í kjólnum, vona að amma Inga taki ömmu Önnu sér til fyrirmyndar og nái nú að klára eins og eina peysu áður en baby-ið kemur :) Allavega kæra fólk, þá erum við því miður ekki heima um páskana, ætlum að skella okkur á Íslandið góða, en þið verðið bara að reyna aftur seinna, algjört möst :)
Knús frá Flensburg