Erum jú komin með netið en eins og gefur að skilja erum við á fullu í að koma okkur fyrir, græja og gera. Þess fyrir utan er Gunnella á fullu að æfa leikritið svo hún er ansi þreytt þegar hún kemur heim.
Ég vildi bara sýna smá lit á þessu bloggi og ég veit að þið eruð farin að bíða eftir almennilegum fréttum, og jafnvel myndum af nýju íbúðinni en þetta er allt spurning um að forgangsraða.
Þetta kemur allt saman.
Við þökkum fyrir þolinmæðina ;)
Bestu kveðjur
Ebbi Byggir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Gangi ykkur vel..
koss,amma Lúlla
hlakka til að sjá ykkur um helgina :)
luv Svanhildur
fullt af orku frá okkur til ykkar
kossar Katrín og Fannar
Gangi ykkur vel með þennan flutning og Nella mín leik-kona vona að þér sé að ganga vel esskan. Ég skal senda ykkur alla umfram orkustrauma sem ég er ekki að nýta sjálf ;)
Kiss Unnur
Hæ krakkar. Er á netrúntinum. Vona að þetta gangi allt vel hjá ykkur. Það er hellings vinna að flytja og ekki alltaf skemmtilegt :)
Skrifa ummæli