Já það hefur gengið á ýmsu seinustu vikur.
Fyrir ykkur sem ekki vissuð þá er Blend hérna úti að loka og þar af leiðandi er ég á barmi atvinnuleysis (smá drama, hehe) Nei,nei það er nú ekkert til að hafa áhyggjur af, ég er búinn að vera að leita og útlitið er bjart.
Svoldið sérstakt samt að vera ekki í Blend lengur þegar maður er búinn að vinna þar í tæp 4 ár, sérstaklega þar sem þetta er svo mikill lífstíll frekar en bara vinna.
En breytingar eru af hinu góða og þegar hurð lokar opnast gluggi og allt það!
Læt ykkur vita svo þegar líður á hvað gerst hefur í atvinnumálum.
En það er líka búið að vera gaman heima fyrir yfir helgina því við fengum gesti!
Amma Lúlla með Mikael, Gabríel og Samúel komu á fimmtudagskvöldið og leyfðum við Lovísu að vaka eftir þeim og vakti það mikla kátína hjá öllum.
Þau komu færandi hendi, og það ekkert smá, við höfðum gert svona smá óskalista og það var bara komið með allt saman og meira til. Takk fyrir það!
En við gerðum margt skemmtilegt og klárlega stendur uppúr ferð okkar í dýragarðin þar sem við sáum alveg rosalega mikið af flottum og stórmerkilegum dýrum sem við höfðum ekki áður séð. Veðrið var heldur ekki til að spilla fyrir, sól og blíða.
Lúlla komst þó ekki með því hún hafði náð sér í gubbupest!!! já og það er sko ekkert grín.
Svo á mánudagskvöldi áttu þau pantað flug til Ítalíu með SAS en eftir margar frestanir vegna snjóbyls (já það er rétt, sunnudagur sól og blíða - mánudagur snjóstormur, Global Warming einhver?) þá var fluginu aflýst. Þau fengu svo hótel yfir nóttina og fóru svo í gærkvöldi.
Takk fyrir okkur öll.
jæja ég ætla að fara nudda Gunnellu...
þangað til næst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú verður ekki lengi að finna þér vinnu við þitt hæfi enda færðu örugglega toppmeðmæli. Að öðrum kosti tökum við málið upp við drottninguna.
Er á leiðinni að hitta strákana til að "skvetta í grímuna" a la fannar. Ég er að vinna í því að véla þá alla til að flytja til Köben. Salut til ykkar.
ps.
Var að uppfæra síðuna hjá mér.
Skrifa ummæli