Ég vaknaði kl.06.00 föstudagsmorgun eftir langan fimmtudag sem innihélt generalprufu sem misheppnaðist algjörlega!!
Ég lá uppí rúmmi og reyndi að kreysta augun í von um lengri svefn en stressið tók yfirhöndina.
Einum og hálfum tíma seinna var Lovísa vöknuð og var það hin besta afsökun til að fara á fætur.
Morguninn var góður og leið hratt... svo rukum við út í sólina sem sagði mér að þetta yrði góður dagur.
Ég fór með Lovísu á leikskólann og svo rölti ég á kaffihús þar sem ég fékk mér góðan morgunmat og fór yfir punktana mína frá fyrri æfingum.
Með bros á vör og mat í maga rölti ég uppí skóla og undirbjó mig andlega fyrir það sem beið mín.
Kl. var 10 en við áttum ekki að sýna fyrr en kl.14
Það þýðir samt ekki að nægur tími hafi verið fyrir hendi því 1. ár var nefninlega líka með sýningu... já, einn og hálfan tíma af þungum mónalogum í litlu, loftlausu herbergi!!
Ég hélt ég yrði ekki eldri. Þarna sat ég á óþægilegum stól, að drepast í augunum úr syfju og reyndi að líta út fyrir að hafa einhvern áhuga á þessu á meðan ég var bara að drepast úr stressi og hafði enga einbeitningu til að hvorki horfa né hlusta á þau.
En svo var þetta loks búið og loksins komið að okkur:)
Sýningin gekk frábærlega og ekki eitt einasta klikk. Salurinn var frábær og fékk ég algjört adrenalín flipp.
Svo var komið að því að heyra dómana frá kennurum.... Kennarinn minn sem var leikstjórinn kom með tárin í augunum og knúsaði mig og kyssti og hélt ég á tímabili að ég myndi missa andann því hann kreisti svo fast.
Hann sagði..." Þú varst frábær, þvílík leikgleði sem skein frá þér og setningarnar þínar lifnuðu við og þú varðst Lotta!
Svaka kraftur og mikil innlifun" ( Nú er ég að reyna að beinþýða ;)
Svo kom skólastjórinn og gaf mér knús og sagði.. Flott vinna með líkamsstöðu (Lotta er róni og mjög ókvenleg á allan hátt og þurfti ég því að fara í mikla ransóknarvinnu um hvernig slík "kona" ber sig) en svo sagði hann: góð framistaða hvað tungumálið varðar. Mjög skírmælt:)
Svo fékk ég einnig að heyra frá nokkrum að ég hafi stolið nokkrum senum þar sem ég sagði ekki neitt en bara með sterkri nærveru og mímík sem ég veit ekki hvernig ég á að þýða.
Svo fékk ég að heyra að ég hafi verið svaka fyndin og margir (þar á meðal Ebbi) sögðu að ég hafi verið óþekkjanleg sem þýðir að ég hafi skilað mínu:)
Ég sem leikari fékk ekki að heyra neitt neikvætt! (Held að það sé frekar vegna þess að þeir sem höfðu eitthvað neikvætt að segja héldu bara K.J því ég veit að það er margt sem ég þarf að æfa mig í og læra, en ég hef jú næstu þrjú árin til þess;)
Svo var bars svaka partý og stuð eftir sýninguna.
Á Sunnudeginum sýndum við svo fyrir fjölskyldu og vini eða um 70 manns og gekk bara ágætlega. Það var ekki mkill kraftur í hópnum og eitthvað um mistök.
Ég skilaði svosem mínu, gerði engin mistök en mér fanst samt eitthvað vanta. En svona er þetta víst. Það er aldrei nein sýnig eins og maður er bara mis upplagður. Ég fékk bara fínust hrós og vil ég bara þakka öllum þeim sem komu fyrir frábæran stuðnig!
Já svo þegar allir voru farnir og bara við úr bekknum og kennarinn eftir héldum við smá kveðjustund, því við erum bara tvær úr bekknum sem halda áfram. Eitthvað var því um tár en líka mikið af hlátri er við sátum og rifjuðum upp fyndin móment frá árinu.
Ég er semsagt búin með mitt fyrsta ár og aðeins þrjú eftir :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
14 ummæli:
Til hamingju elsku tengdadóttir.
Frábært að heyra hvað gekk vel og vonandi heldur þetta gengi bara áfram.
Bravo!!!!!!!!
Kær kveðja
Tengdó á Holtinu
Til hamingju Elsku Gunnella mín :) ég brosti bara allan tímann við að lesa þetta ;) en ég er að reyna að ná í ykkur og sendi þér og Ebba sms... ég kem á morgun kl 12.15 og fer 9. apríl heim...
Elsku vinkona
innilega til hamingju þú ert svo frábærlega dugleg og átt allt þetta hrós svo skilið. ég get alveg séð þig fyrir mér leika lottu:)
elsku gunnella til hamingju með 1 árið. vissirðu að Hildur er búin að eiga strák, svaka sætur og flottur.
kær kv. Dagmar
Brava la mia bimba!!!!
En æðislegt að heira þetta dúllan mín...hefðum vilja vera þarna með þér..
söknum ykkar rosalega mikið..
koss mamma og Lupparnir
til hamingju með þetta allt saman mín kæra. frábært að heyra að það gangi svona vel. ég vissi að þú mundir púlla þetta með stæl:)
kossar og knús frá Herunni
Vó. fljótt að líða. Til hamingju með árangurinn. verst að maður fær ekki að sjá þetta :(
Til hamingju með árangurinn, þú ert hetja!!!
Kveðja Kría
Til hamingju með árangurinn. Ég á bágt með að trúa því að það sé liðinn svona langur tími. Time is great when you're having flies, I guess.
Til hamingju með sýninguna. Leiðinlegt að komast ekki á sýninguna en vonandi náum við að koma að sjá þig leika næst þegar þú rúllar einhverju verkinu upp ;)
Kveðja Sveinbjörn og Halldóra.
frábært hvað gekk vel gunnella mín til hamingju söknum ykkar kv sandra
Vá en skemmtilegt! Ekki bara að lesa þetta vel skrifaða blogg heldur líka commentinn! Þú ert frábær Nella, gaman að heyra þegar það gengur vel! Kiss héðan af landi ísa, kiss Unnz.
Hæ dúlla mín,veit að þú hefur verið frábær enda er ég aðdáandi no 1.Vonandi á ég eftir að sjá þig á sviði fljótlega.Ég sat og hló bara af tilhugsuninni um þig í þessu hlutverki,er viss um að ég þekki einhverja af töktunum.Sakna þín (og Ykkar)óendanlega mikið.vona að skypið lagist hjá mér.Elska ykkur dúllurnar mínar.
´hehhehe.....mátti misskilja
,,skypið,, SKYPE vefsíminn.auli
Skrifa ummæli