Jæja þá hef ég loksins gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa... en hvar á ég að byrja??
Skólinn: Það gengur bara voða fínt og eru nú aðeins 19 dagar í frumsýningu sýningar okkar "Fugleflugt"
Við sýnum semsagt fyrir nemendur og kennara þann 28. mars og svo fyrir fjölskyldu og vini þann 30. mars. OG SVO er ég bara búin með þennan áfanga og fer bara að vinna!! Eða þangað til í enda ágúst því þá byrjar skólinn á ný:)
Þetta er alveg fínt leikrit sem við erum að fara að sýna, það fjallar um þessar fimm manneskjur og líf þeirra og síðan hvernig þær tengjast allar á undarlegan hátt og þá aðalega í gegnum einmannaleikann.
Ég leik 25 ára stelpu sem er heimilislaus og frekar drykkfeld, hún er mjög svo þung á sér og svooo ókvennleg. Hún talar mjög hægt og er frekar sljó í öllu sem hún gerir. Segir mjög mikið öö, ha, umm og slíkt á undan setningum þannig að þetta er frekar mikil áskorun fyrir mig. Ég er búin að vera í miklu basli með þennan karakter því hún er svo langt frá mér í öllu sem hún gerir og segir. En þetta er allt að koma hjá mér og vona ég að ég verði búin að átta mig á Lottu (nafnið) áður en ég opinbera hana fyrir fjöldanum.
Danskan: Ég hef mikið fengið að heyra það frá kennurum mínum og samnemendum að ég sé orðin ansi flink í að bera fram dönsk orð. Þannig að nú skilst allt sem ég segi sem er stór árangur;) hhehhe
Jú danskan gengur bara fínt!
Lífið: gengur bara vel... Síðustu 3 vikur voru ansi erfiðar því Lovísa er búin að vera lasin og höfum við Ebbi því þurft að skiptast á að vera heima með skvísuna. Við erum svolítið búin að ná að redda okkur á því að ég fari í skólann fyrir hádegi og hann vinni eftir hádegi.
Við erum voðalega glöð hérna á Sólbakkanum og erum við búin að kynnast fullt af frábæru fólki( Hera: t.d. Kristínu vinkonu þinni frá Laugavatni)
En í dag er sunnudagur og erum við fjölskyldan búin að hafa það ansi huggulegt um helgina.
Á föstudaginn var okkur boðið í mat til okkar elskulegu granna sem hugsa svo vel um okkur, þeirra Vígdísar og Eika.
Það var enginn smá matur heldur, því í boði var íslenskt lambalæri með öllu tilheyrandi. Brúnuðum kartöflum, jólasalati, gulum og grænum baunum og þá erum við að tala um ORA. Brúnni sósu, rauðkál og sultu! Og ef þið hugsið ummm þá verðið þið að heyra þetta..
í eftirrétt fengum við tatarata: Royal búðing og til að toppa þetta þá var hann blandaður; súkkulaði og karamellu, sem er eins og þeir sem mig þekkja vita að er mitt uppáhald!
Á laugardaginn fórum við mæðgur í Íþróttaskólann kl.10. Eftir hann fórum við 3 mömmur á kaffihús í blíðunni á meðan krakkarnir lúruðu þreitt eftir hlaupin í vögnum sínum. Ebbi kom svo heim úr vinnunni kl 17.30 og ákváðum við þá bara að hafa það huggulegt heima fyrir. Ég var svo sofnuð kl:20.30(!) í sófanum og því ekki mikið sem ég get sagt eftir það;)
Í dag erum við svo búin að fara út að leika, þvo þvott, þrífa, baka og margt fleira sem sunnudagar bjóða uppá.
Vona að þessi lesning svari eitthvað af þeim spurningum sem hafa skotist upp í koll ykkar um okkur uppá síðkastið.
Kossar og knús til ykkar frá okkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Einhvern veginn finnst mér eins og enginn nenni að kommenta nema ég .. en mér finnst ég skyldug til að kvitta fyrir komu mína og ég kom á skypeið í dag en þá voruð þið ekki inni... ég ætla að reyna að ná í ykkur á morgun á skypeinu ;)
Einhvern veginn finnst mér eins og enginn nenni að kommenta nema ég .. en mér finnst ég skyldug til að kvitta fyrir komu mína og ég kom á skypeið í dag en þá voruð þið ekki inni... ég ætla að reyna að ná í ykkur á morgun á skypeinu ;)
Einhvern veginn finnst mér eins og enginn nenni að kommenta nema ég .. en mér finnst ég skyldug til að kvitta fyrir komu mína og ég kom á skypeið í dag en þá voruð þið ekki inni... ég ætla að reyna að ná í ykkur á morgun á skypeinu ;)
hahaha og þetta kom þá líka bara 3 sinnum inn :D hahahaha
En yndislegt líf!!! Æ hvað ég væri til í að sjá leikritið þitt Gunnella mín. Gangi þér vel með það. Ef þú finnur ekki Lottu þá kemur Lotta til þín...er þetta ekki leikhúslegt e-ð...hahaha! Nú er ég grasekkja næstu 8 dagana, ég kona einsömul og einmanna því Þorri er farinn til USA...buhuhu. Ooo það var svo gaman að heimsækja ykkur um daginn, alveg frábær ferð! Hafið það gott elskurnar. Knús Kría
Gott innslag stúlka! Gaman að geta fylgst með þér, lífið hljómar vel hjá ykkur. Er einhver heimkoma á planinu?
Æ elsku Unnsa mín , þó ég sé farin að sakna ykkar voða mikið þá virðist vera að fjárhagurinn sé ekki að leifa nein ferðalög á næstunni.
Við erum þó alltaf með frábæran svefnsófa og mjög svo ódýrt Hótelherbergi á kollegiinu(500 kr nóttin ísl.) Svo þið eruð alltaf velkomin ;)
Kossar til þín og Herunnar frá okkur
og auðvitað Einsa líka
Flott að allt gengur vel og gangi þér vel að finna þína innri Lottu :-) Bið að heilsa ykkur öllum í Danaveldi...
Hlakka til að sjá ykkur :))))
Hæ hæ
Gaman að sjá hvað er í gangi hjá ykkur. Ég veit að þú slærð í gegn í hlutverki Lottu.
Við leggjum af stað til Indlands eftir 22 daga svo ég ætla að vera duglegri að uppfæra á baldvin.net.
Við erum komin með dálítinn fiðring í magann hérna.
Spurning hvort við fáum að vera nokkra daga í herberginu góða þegar við komum til Köben í lok sumars?
hehe það er ekkert sjálfsagðara!
ég þarf bara dagsetningar og svo er það bókað mál.
Gestir okkar fara að verða þeirra stærsta tekjulind ;) hehe
Skrifa ummæli