Já gott fólk þetta er búið að vera lítil bloggsíða seinustu vikur, en eins og ég sagði um daginn þá eru Mamma, Pabbi og Gréta María búin að vera hjá okkur.
Gréta kom 1. apríl og tókum við Gunnella á móti henni uppá flugvöll (Lovísa var í leikskólanum). Svo eftir að hafa skilað af okkur töskunum heim skunduðum við í bæinn, fengum okkur að borða og röltum strikið þangað til kominn var tími á að sækja lilluna.
Gréta fékk ansi gott veður hérna í kóngsins... og notaði það mest í innkaupaferðir ;) eins og sönnum íslenskum dömum sæmir :)
Svo á kvöldin var bara kósý hjá okkur, elduðum góðan mat, gláptum á sjónvarpið með snakk í annarri og NÓA KROPP (Mmmmm...) í hinni, spjölluðum og spiluðum. Bara allt mjög gaman og þægilegt.
Á þriðjudagskvöldinu komu mamma og pabbi og það var sko alldeilis sem þessar töskur þeirra voru þungar en þegar komið var heim skýrðist það. Þau komu með lambalæri -og hrygg, líka lambabóg sem við elduðum svo á miðvikudag (æææðislega gott) svo var það svoldið til að fylla á vínskápinn ;) graflax, osta og kaffi og svo fékk Lovísa líka eitt og annað. Það er ótrúlegt hvað allt þetta íslenska dót gleður mann óendanlega.
Við gerðum alveg helling á þessum tíma sem þau voru og var hápunkturinn klárlega þegar við fórum til svíþjóðar á föstudeginum. Við keyrðum til Bua (þar sem við áttum heima þegar ég var yngri) á bílaleigubíl og þegar komið var á staðinn kíktum við inn á gamla leikskólann minn sem rifjaði nú alldeilis upp nokkrar æskuminningar, það hafði ekki margt breyst þannig að það var mjög gaman að sjá Lovísu leika sér á sama stað og ég gerði :)
Svo var kíkt í búðir, sem eru í einum verslunarklasa sem er álíka stór og vetrargarðurinn hehe og þegar við gengum inn í "kaupfélagið" þá mundi ég eftir lyktinni, vá hvað það var skemmtilega skrítið.
En mamma og pabbi voru þó algjörlega á nostalgíu trippi og það var sama hvað við sáum eða hvert við fórum það var alltaf eitthvað og eins var líka frábært að þau hittu fólk sem voru vinir þeirra í "denn" og þau buðu okkur í kaffi sem var bara svo fínt. Enduðum svo ferðina í Varberg þar sem við tókum rúnt um bæinn og fengum okkur pizzu og ekta sænskt pizzusalat!!! það var ég sem heimtaði að fara á pizzeriu því ég mundi eftir þessu salati og það var alveg eins og mig minnti... Deeelish!
En annars var hellingur gerður sem fellur undir þessa týpísku köbenhefðir sem íslendingar hafa tileinkað sér í ferðum sínum hingað.
Takk fyrir góðlætið, örlætið og þolinmæðina elsku fjölskylda, við elskum ykkur.
Þúsund kossar og knús ykkar einlægur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Já og takk fyir okkur og fyrir síðast, við erum komin heim heilu höldnu eftir mjög fínt flug heyrumst á skypinu á eftir.
kv Mamma og pabbi
Takk líka fyrir mig enn og aftur ;) ég hefði viljað getað verið með í Svíþjóðarferðinni miklu.... :) En það kemur dagur eftir þennan dag :D
og eftir hinn daginn líka...
Hæ hæ
Bara láta vita að ég fylgist með síðunni. Við erum bara örfá eftir hérna á litlu eyjunni... svo maður fer bara á netflakk ef maður vill fá fréttir af vinunum:) Kveðja Kría
halló elsku vinir gott að heyra að þið hafið það gott!
það styttist í komu okkar jibbí jei!!!
kossar
Katrín
Skrifa ummæli