fimmtudagur, 22. maí 2008

Takk takk takk

Takk elsku vinir og fjölskylda fyrir allar kveðjurnar!! Ég var alveg í skýjunum yfir að þið skylduð muna eftir mér.

Ég átti alveg yndislegan dag, eftir reyndar frekar erfiðan morgun með elsku Lovísu minni sem var ekkert að reyna að gera mömmu sinni létt fyrir.
Ég skutlaði henni á leikskólan klukkutíma of seint, fór svo niður í bæ að hitta Gunnhildi og Rakel.
Þar byrjuðum við skutlur á því að fara á kaffi hús að fá okkur kaffi og afmælisköku.
Fórum svo á rölt niður Istegade með það markmið að finna einhvern búning fyrir afmælis"Eurovision"partýið sem ég, Magga og Kristín ætlum að halda fyrir pæjurnar á kollegiinu á laugardaginn.
Eftir mikið labb og grams í genbrug búðum var ákveðið að það þíddi ekkert annað en að setjast niður og fá sér bjór.
Við héldum svo leit okkar áfram eftir sötrið en án árangurs. Þá héldum við bara upp á Sólbakka þar sem Ebbi og Lovísa biðu mín með pakka (reyndar þurfti ég að bíða eftir þeim í tvo tíma, hljómar bara betur hinsegin;)
En já þið lásuð rétt ég fékk pakka Víhí
Ég fékk frá Lovísu þessa geggjaðslega flottu tösku úr HogM, sem ég var reyndar búin að benda pent á að mér þætti flott..hehhhe og rosalega fallega fuglanælu.
Svo fékk ég að vita það að hann elsku Ebbi minn væri búin að panta fyrir mig tíma á laugardaginn í nudd, andlitsbað og eitthvað fleira sem hann er ekki alveg viss um.. uuuummmmhhh get ekki beðið. Gæti ekki óskað mér betri gjöf :)

Kvöldið endaði svo með því að Gunnhildur og Siggi komu yfir og við pöntuðum þetta líka svona rosalega góða Sushi frá Stiks og Sushi, nammi namm

Já bara alveg fullkomin dagur

Elska ykkur kv. Gunnella

p.s. er að horfa á undankeppni eurovision og ég á ekki til orð! Hversu slæmt er þetta orðið? Eða hefur þetta alltaf verið svona?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís!
Hugsaði til þín og Jóa á miðvikudaginn en steingleymdi að setja inn athugasemd á síðuna ykkar:/
Þú færð bara afmæliskveðju með hástöfum í staðin:
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU GUNNELLA MÍN!!!!!!!
Gott að vita að afmælisdagurinn hafi verið góður og að þú hafir fengið gjafir og fínerí:)
Vonandi höfðuð þið mæðgur það gott á Íslandi, sendi þér skilaboð en þú hefur líklega ekki fengið þau???
Eurovision já...fyrri undankeppnin var skelfing en seinni undankeppnin fannst mér fín...

Nafnlaus sagði...

Æ nei vid fengum engin skilabod tvi eg var ekki med isl. simann og sa danski virkar ekki a isl.
en takk fyrir kvedjuna sæta

Nafnlaus sagði...

Sma saknadarkvedja fra barcelona... sakna ykkar ofsalega! Thad var svo gaman ad hitta ykkur og sja hvad lifid er notalegt hja ykkur.
Annars mikid ad gera her, lokasyningin i naestu viku endalega lata sja sig vink vink
kossar

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ elskurnar mínar ég var að setja nýjar myndir á netið.
Amma dreki