...sem maður er ekki inni að blogga!
Já ég bið ykkur bara að afsaka en dagarnir eru allir varðir utandyra og langt fram á kvöld oft. Við grillum nánast á hverjum degi og borðum svo úti með fleirum af Bakkanum, alveg hreint yndislegt!
Í gær fórum við á ströndina (Amager strand) og það var æði. Lovísa var svellköld og óð útí sjó upp að maga, ekkert smá dugleg. Svo var hún með skóflu og fötu sem hún lék sér að í sandinum sæl og rjóð.
Svo um kvöldið var grill, og þá meina ég mega grill. Við vörum örugglega 20 manns (+/-) jensens bøfhus rif á línuna og svo meðlæti, alveg hreint ótrúlega vel heppnuð grillveisla.
Já þetta er svo sannarlega ljúft líf hér hjá okkur. Við erum rosalega hamingjusöm.
Annars erum við með svo slæma tengingu hérna að það gengur ekki alltaf svo vel að birta myndir og myndbönd en ég held áfram að reyna og núna er reyndar komið eitt nýtt. bið ykkur að vera þolinmóð.
Sólar og sældar kveðjur
Ebbi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hæhæ vildi að hérna væri jafn gott veður og hjá ykkur en það mun vonandi verða betra með því sem á líður sumarið :) var að skoða myndböndin af Lovísu og ég væri nú alveg til í að vera með ykkur á ströndinni eða þá að hafa ykkur hér og fara í sund og fjölskyldu og húsdýragarðinn eða e-ð eeeen ég sakna ykkar og elska ykkur...
ykkar
Gréta
Halló senda mér sól sól sól. Norðan fíla á hjara veraldar.Lífið gengur sinn vana gang hér á Sigló. Hafið það sem allra best knús og kossar.
kv Ægir
Sæl familía, oh danmerkur lífið hljómar svo sannarlega sællega! Það er ekki jafn fínt íslandsveðrið en við lifum, fínt að lesa svona ferskar fréttir frá ykkur, í sumarrigningunni. Kiss frá mér og mínum kveðja Unnur.
Ykkur er boðið í útskriftarveislu Kríu og Þorra í Mávahlíðinni annað kvöld...þið getið bara tékkað á Björgúlif Thor og fengið hann til að ná í ykkur...hehe. Bið að heilsa!
Til hamingju elskurnar með árangurinn! Ég fer í það bara a.s.a.p að redda þotunni :)
Hæ hæ gaman að sjá nýjar myndir og fá smá innsýn í danskt líf ykkar, ekki svo gott að vera svona langt frá ykkur og Lovísu minni, til hamingju með þjóðhátíðardginn.
love amma o g afi
hér er þetta fyrir ykkur ebbi og gunnella. þetta er í nýjustu færslunni minni
http://ingodan.blog.is/blog/ingodan/
Skrifa ummæli