miðvikudagur, 30. júlí 2008

HOT HOT HOT

Ætli það sé ekki efst á nálinni hjá mér hversu heitt búið er að vera.
Það er búið að vera svo heitt að Lovísa er búin að gleyma hvað föt eru;)

Ætlaði að ath á mbl hversu heitt væri en þar stendur 20° sem er bara bull!
Það er minst 25° ég er að kafna og klukkan er núna 10 um morguninn.
(nú 10 mín seinna: Já fór á DMI og þar stendur að það sé 25°.)

OK nú líður mér betur, var farin að halda að ég væri algjör aumingi.

En Ítalía nálgast og má maður því hugsa að það sé ágætt að hafa þennan hita til að venja sig við því sem kemur. Það er víst búið að vera ógeðslega heitt hjá mömmu og þeim núna.

Við erum annars bara hress, reyndar náði ég mér í eina ógeðslegustu flensu sem ég hef lengi fengið um daginn.
Ég var með svo mikla beinverki að ég fékk illt í andlitið.
Við Ebbi erum reyndar búin að vera mjög kvefuð og er ég svo komin með eitthvað "shit" í augun sem ég veit ekkert hvað er en lítur ekki vel út. En annars bara kát hehe

Við erum búin að vera með frábæra gesti, nefninlega Ástu móður systur hans Ebba og tvær dætur hennar. Þær Söndru og Rakel(sem gleymdi sólgleraugum) Og ekki má gleyma Jón Þór litla frænda sem verður eins árs núna í ágúst! (Sandra á hann)

Já þær komu færandi hendi... Fullt af gjöfum frá fullt af frábæru fólki frá Íslandi.
Takk kærlega fyrir okkur allir.

Og takk kærlega fyrir komuna og samveruna stelpur

Jæja ég þarf víst að fara að þvo þvott og sópa og skúra, því þó það sé æðislegt veður þá heldur lífið með sín leiðindaverk áfram!

sólarkveðjur frá sólbakkanum

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fróðir menn hafa spá því að hitamet falli í Reykjavík í dag. Það er rosalega heitt hérna líka.