föstudagur, 4. júlí 2008

Nýjar myndir

Það er bara allt gott að frétta af okkur. Ég hef það gott í vinnunni og Gunnella líka, hún vinnur alltaf á föstudögum og svo ef það vantar einhvern, veikindi og slíkt.

Lovísa er farin að tala alveg svakalega mikið og um daginn fór hún með leikskólanum í dýragarðinn, svo þegar hún kom heim sagði hún pabba sínum allt um ferðina og taldi upp öll dýrin sem hún sá og bætti því við að ljónin fengu að borða. Það er svo gaman að fylgjast með henni, það er eitthvað nýtt á hverjum degi :)

En nú er sólin aftur farin að skína og í gær var heitasti dagurinn það sem af er árinu, 30 gráður... very niiiice!

ég læt nokkrar af nýju myndunum fylgja sem sýnir hversu gott er að vera hér:

hér eru mæðgurnar í sveitinni hjá Jónasi afabróður

Lovísa að blása á fiðurkolluna

í Sápu baði, nú biður hún um "sábuh" þegar við segjum að hún eigi að fara í bað!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað hún er komin með sítt hár :) Vona að allt sér rosa gott í kóngsins köben !!

Nafnlaus sagði...

æðislegt að sjá nýjar sumarmyndir við komum örruglega að heimsækja ykkur bráðum ég jón þór mamma og rakel hlökkum til að sjá ykkur tala við ykkur áður en við komum út á skypinu í vikunni kv sandra

Nafnlaus sagði...

Æ....snúllan mín !Sætust.
Amma saknar ykkar svo mikið,
gott væri nú að geta knúsast,
kem bráðum.
amma dreki

Nafnlaus sagði...

Hellú hellú
Langaði bara að kasta kveðju á ykkur. Hér er sól og hiti, reyndar ekki jafn mikill í gráðum og hjá ykkur en viðmiðið er ALLT annað hér á Fróni. Skemmtilegar myndir:)

Kveðja Kría