fimmtudagur, 10. júlí 2008

OK OK OK

Jæja þá erum við búin að fá formlega kvörtun um að við séum ekki að standa okkur í skrifum... svo það þíðir ekkert annað en að taka sig á!

Ég veit nú ekki alveg hvar ég á að byrja því það er svo langt síðan ég hef skrifað. Ætli ég byrji ekki bara á því sem er heitast á nálinni.

Lovísa er viðbeinsbrotin:( já það gerðist á þriðjudagsmorgun. Lovísa vaknaði kl 5 um morguninn og vildi bara fara á fætur svo ég tók hana uppí til okkar í von um að hún myndi sofna.

Eftir endalaust brölt, vandræði og tilraunir við að finna sér stellingu t.d. ofaná hausnum mínum, ofaná bakinu mínu og svo ofaná maganum mínum fann hún sér loks stellingu til fóta.

Hún lagðist með hausinn ofaná lappirnar mínar (ekkert þreitandi krakki;)
og sá ég að henni leið vel þar þannig að ég hugsaði" Æ ætla að leifa henni að sofna svona og svo færi ég hana."

Það næsta sem ég veit er að ég vakna við svaka dínk og fattaði ég þá strax hvað hafði gerst. Ég hafði sofnað og Lovísa var dottin úr rúmminu!

Já við fórum upp á spítala og eftir endalausa bið og sendingar fram og til baka um þennan risa spítala var okkur tilkynnt að sú litla væri brotin.

Það er því miður lítið hægt að gera við svona broti annað en að vera í fatla og það vill hun ekki sjá!
Við erum því bara með hana í stöðugu eftirliti svo hún beiti hendinni ekki of mikið og hrasi ekki eða eitthvað slíkt.
Annars sagði læknirinn að þetta tæki aðeins 3 vikur að gróa sem er mjög heppilegt því að.....


Já þá er komið að næsta atriði, við erum á leið til Ítalíu!!! Vúhú

Við förum 8. ágúst og komum til baka þann 18.

Við erum að fara í heimsókn til Novellara til mömmu og co. og allra sem við þekkjum þar.
Þess má geta að Ebbi er ekki búin að koma til ítalí síðan við bjuggum þar 2004 svo hann er mega spentur.
Við ætlum svo að eiða einhverjum dögum í íbúð á Gardavatni sem Tina og Gianni(amma og afi) eiga.
Hún er voða fín með sundlaug í garðinum og veitingastað og fleiru niðri. Þetta eru svona Hótel íbúðir sem fólk á og leigir svo út!

Já annars er ekkert meira að frétta.

Veðrið er bara búið að vera voða fínt og við búin að hafa það mjög gott.

Ég kveð að sinni, en áður en ég geri það langar mig að óska þeim vinum okkar Ebba sem voru að útskrifast, eignast börn eða bara áttu afmæli til hamingju!!

Einn RISA koss til ykkar allra!

Sólarkveðja til sólbúanna á íslandi


p.s. Ebbi setti nýjar myndir inn á júní mánuð fyrir einhverju síðan en það eru bara ekki "allir" að fatta það ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ en leiðinlegt að hún hafi brotnað! en ég er viss um að hún nái sér fljótt:) En hei hvar er þetta sem þið eruð að fara á Ítalíu???? Því jú við verðum í ítalíu frá 1.ágúst til 11.ágúst!

Ég held að það sé nokkuð ljóst að við þurfum að ræða saman á skype fljótlega!

Nafnlaus sagði...

Batakveðjur frá mér!

Nafnlaus sagði...

Æ litla skinnið ekki gaman að leggja svona mikið á lítinn kropp.
Annars vil ég bara segja að þó ég kvitta aldrei fyrir mig þá fylgist ég alveg með ykkur í útlandinu :)

Dóri sagði...

OOoooo... Ítalía, yndislegur staður. Væri svooo til í að vera koma með ykkur.

Bið að heilsa öllum sem ég þekki.