mánudagur, 1. desember 2008

Blöhh

Þetta er nú meira ástandið hér á þessu heimili, Við fengum öll 3 gubbupest á lau.
Það byrjaði á því að Lovísa var mjög slöpp um kvöldmataleytið á laugardaginn og vildi ekkert borða (við vorum í mat hjá Dabba og Röggu, vinum okkar héðan af sólbakkanum), Gunnella var e-ð pínu óglatt en át samt en ég hafði það fínt. Um kl 21 var Gunnella alveg að drepast í maganum svo við fórum heim. Gunnella fór bara snemma að sofa en vaknaði svo og þá var það byrjað!
Lovísa var með 40 stiga hita þarna um nóttina og skalf öll, við sváfum ekki mikið þá nótt.
Um hálf níu næsta morgun hoppa ég á fætur og inn á klósett til að... já, það var Gullfoss og Geysir allan gærdag!
Lovísa gubbaði einu sinni í gær en var mjög slöpp og kvartaði yfir maganum allan daginn og alla nótt, greyið.
Í morgun vöknuðum við á mjög hressandi máta, Lovísa ældi yfir allt! mömmu sína þar með talda, hárið á Gunnellu hefur aldrei glansað jafn mikið ;)

Við kúrum nú hér feðginin og glápum á skrípó og held ég að lillan sé að hressast. Gunnella fór í skólann, hún hafði ekkert val þar sem þetta er seinasta vikan fyrir jólafrí og þau í miðju spunaverkefni.

góða heilsu!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úfffff, baráttukvedjur á heimilid. Látid ykkur nú batna, thid eigid líka inni ammókaffi.