Nú erum við lent á þessari "farsældar" frón.
Flugið var fínt, smá seinkun en ekkert alvarlegt. Afi Biggi tók á móti okkur við flugganginn því hann var að vinna á flugstöðinni, svo tóku amma Anna, amma Gunnella og afi Haddi á móti okkur frammi. Við fórum svo heim til ömmu Lúllu (nú hugsa ábyggilega einhverjir lesendur, hvað er málið með allar ömmurnar?) Heima hjá ömmu Lúllu hittum við svo frænkur og frænda í hundraðavís, svona sirka.
Það er æðislegt að vera komin heim.
Margrét frænka, sem er 8 mánuðum eldri en Lovísa, var líka í heimsókn í gær og það var svo gaman að sjá þær leika saman. Þær hlógu svo innilega og það var ekkert sem gat stöðvað þær!
Framundan eru góðir tímar, í kvöld t.d er ég að fara til RVK í matarboð/veislu/partý með vinum mínum og það er búið að lofa goðsagnarkenndri stemmningu, hvorki meira né minna!
Dagskráin er annars svona temmilega þétt. Það eru að sjálfsögðu jóladagarnir sjálfir en annars er öll kvöld fyrir utan lau 27 des opin, svo endilega verið í sambandi.
Ég fer seinna í dag að redda íslensku númerunum en mitt var 893-EBBI (3224) við munum ekki hvað Gunnella var með, setjum inn numerin seinna í dag.
Sjáum vonandi sem flesta
Bestu kveðjur og óskir um Gleði og Friðar Jól
Ebbi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
minn sími virkar ekki
gunnella er 6996456
Hæ hæ
Ooo það var svo frábært að fá ykkur í heimsókn. Takk fyrir samveruna.
Kær kveðja Kría og Þorri
Eruði lent í Danmörku aftur eða ? :)
Kv. Gréta María
Sama spurning og frá Grétu. Er ekkert að gerast í ykkar lífi sem áhugavert er að blogga um? Elska ykkur.
Biggi pabbi og afi
Skrifa ummæli