Langar að deila með ykkur þessari viku í skólanum mínum.
Alla vikuna eigum við að koma klædd þeim fötum sem við myndum aldrei klæðast venjulega. Tilgangurinn er að fá okkur til að vera meira "open minded" sjá okkur og annað fólk í öðru ljósi. Hætta að vera svona þröngsýn og fórdómafull. Einnig eigum við að finna hvernig fötin hafa áhrif á okkur, bæði í hreifingu og fasi.
dagur 1.
Í dag ákvað ég að mæta sem skoppari (sjá mynd)
Ég fattaði strax í morgun að ég var með fordóma fyrir fullorðnu fólki sem klæðir sig svona, því mér leið ansi kjánalega að fara með barnið mitt í leikskólann. Ég var mikið að pæla í því hvað fólki myndi finnast um mig. Ég tók einnig eftir því að ég átti möguleika í annan markhóp karlmanna ;) hhehe
Í skólanum átti ég erfitt með að finna mér stellingu til að sitja í en leið samt vel. Bara afslöppuð og svöl. Ég fór svo í búð eftir vinnu og fann ég þá líka fyrir því að ég mætti öðru viðmóti. Það var kannski ekki litið á mig sem glæpamann en það var eitthvað öðruvísi.
Þegar fór að líða að kveldi var mér bara farið að líða nokkuð vel og get ég vel hugsað mér að gera þetta aftur.
En á morgun er nýr dagur með nýju átfitti: ) hlakka til að sýna ykkur það
love, guddan
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
já gleymdi að biðja ykkur um að kvitta, er að ath hvort það sé einhver mæting á síðuna.
þið meigið líka endilega segja ykkar skoðun á hlutunum ;)
já ég er hér.......þetta er ótrúlega sniðugt verkefni,væri til í að prófa þetta á sjálfri mér..koss og knús Hafdís frænka.
flott mynd af þér dúllan mín....það er alveg sama í hverju þú ert þú ert alltaf flottust.
koss mamma
Geggjað, það þarf nú hugrekki að fara út sem önnur manneskja.
Þú ert bara lang flottust.
love tengdó
Alltaf flottust
ástarkveðja Pabbi
ahahha ótrúlega skemmtilegt og núna rétt áður en ég leit á síðuna ykkar var ég að klára að lesa grein um konu sem klæddi sig sem maður í heila viku og gerði allt eins og karlmaður ;) skemmtileg tilviljun.
Mér þykir þú nokkuð svöl pía! En það er alveg magnað hvað svona "einfaldur" hlutur getur orðið erfiður þá bara að klæða sig í önnur föt en maður er vanur.. væri gaman að taka eina viku í að fara alltaf út á kvöldin sem mismunandi típa og sjá viðbrögðin hjá fólkinu:)
ohhh væri bara til í að hitta þig og ræða þetta aðeins frekar :P
ástar og saknaðarkveðjur
Katrín
kvitt.. Ingó
Skrifa ummæli