Ahhh nú erum við komin heim eftir MIKLA ferð.
Þegar ég segi mikla þá meina ég að við náðum að troða 6 mánaða prógrammi inn í 2 vikur!
Þetta var alveg yndislegt, en það er leiðinlegt að fá bara smá sýnishorn af fólki, og það af okkur, vegna þess að tíminn er svo naumur:(
En þetta er bara svona og það vissum við fyrir. En við vonuðum auðvitað að 2 vikur yrðu alveg nóg.
Það var samt svakalega gott að geta komið og allir svona rosalega hjálpfúsir og elskulegir.
Við fengum til að mynda lánað þetta flotta húsnæði af Agga og Boggu og svo bílinn hjá Gunnellu og Hadda og eins bílinn hjá mömmu og pabba. Þetta hjálpaði auðvitað alveg svakalega mikið og hefðum við aldrei náð öllu sem við gerðum ef ekki væri fyrir þau.
Okkar dýpstu þakkir fyrir það kæra fólk.
Við áttum góðar stundir með góðu fólki og gestrisnin var gríðaleg.
Smá upptalning til að lífga upp á minnið:
Brúðubíllinn
17 júní í RVK
Út að borða með vinum á Pósthúsinu
Sund
Póker með drengjunum
Grill með nýjustu ættingjunum (og eldri)
Hittingur með vinum og smá tjútt í bænum
Legið í pottinum
Kíkt í kaffi til (og með) vinkvenna og karla
og svo samveru stundirnar með nánustu ættingjum sem gáfu okkur Góóóðan mat og gott fjör.
Seinni vikan okkar var samt mögnuð. Við flökkuðum landshorna á milli og byrjuðum að fara á þriðjudeginum til Siglufjarðar. Þar voru Alma amma, Ægir, Pía og Siggi heimsótt, já og ekki má gleyma Frakki, en það er hundurinn hennar ömmu sem Lovísa var ekki alveg að gúddera fyrst en varð svo alveg ástfangin eftir einn dag, sem sýnir hvað er mikilvægt fyrir börn að fá að umgangast dýr.
Við stoppuðum ekki lengi þar frekar en annarsstaðar, gistum tvær nætur en þetta er langt ferðalag svo einungis varð 1 dagur til að gera e-ð. En það er æðislegt að koma á þessar slóðir og lifa smá nostalgíu.
Á miðvikudeginum hringdi svo Dóra sem er unnusta Hólmars tengdapabba og vildi endilega fá okkur til Egilstaða þar sem ekki var líklegt að við myndum hittast í þessari ferð. Við vorum að sjálfsögðu mikið meira en til í það og flug var bara bókað med det samme og við flugum eftir hádegi á föstudeginum.
Þegar við lentum var þessi svaka veisla í startholunum og kannski má segja að ostar og skinkusalat með heimabökuðu brauði hafi þjófstartað smá;) En tilefnið var fertugs afmæli Dóru. Um kvöldið var svo fullt af fólki komið saman til að eta, drekka og vera glatt. Yndislegt alveg.
En því miður þá var ekki hægt að stoppa lengi og fórum við á Laugardagskvöldinu í flug aftur, áttum samt afskaplega notalegan dag og eftirmiðdegi í sólinni fyrir austan.
Svo á sunnudeginum fórum við til Hveragerðis til að hitta ömmu Laugu og afa Egil, sem eru föður amma og afi Gunnellu. ÞAð var nú enn ein veislan á borðum vöfflur með öllu og svaka terta. Það var gott að geta hitt þau aðeins en það var auðvitað allt of stutt. Svo má líka nefna það að fyrir utan að hitta þau þá var það bezta við þessa ferð kjötsúpan sem hún Lauga mín matreiddi kvöldið áður, Mmmmmmmmm.... ekkert Ísland án kjötsúpu ; )
En það má nú alveg segja frá því að hún Lovísa okkar var alveg ótrúlega dugleg á öllu þessu ferðalagi. Það var ekki einu sinni sem hún kvartaði eða vældu útaf stressinu í okkur og þá er alveg sama hvort um er að ræða millilanda eða innanlandsflug, bílferðir eða göngutúrar. Hún sönglaði og blaðraði sig bara í gegnum þetta allt saman :D
En við getum bara ekki þakkað nóg fyrir okkur og ef ég er að gleyma einhverju eða einhverjum þá biðst ég afsökunar fyrirfram, en eins og ég sagði þá var þetta svakaleg dagskrá og engum tíma eytt. Það má segja að við höfum fjárfest tímanum vel í gleðibankanum... engin körfu- kúlu eða annarskonar rugl hjá okkur;)
Við Elskum ykkur öll!
Ebbi, Gunnella og Lovísa Margrét
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hæ elskurnar. Leiðinlegt að geta ekki hitt á ykkur á meðan þið voruð hér en það hefði nú líklega verið í mýflugumynd af blogginu ykkar að dæma:) Gott að þið skemmtuð ykkur vel á Fróni. Við sjáumst nú kannski í Köben í haust...hver veit!
Kveðja Kría
Ég er byrjuð að safna mér fyrir ferð til ykkar einhvern tímann í haust veit reyndar ekkert hvenær eeeen ég er allavega byrjuð að safna :) Eigiði engar nýjar myndir til að skella hingað inn?
Gréta MB
nei engar nýjar myndir, þar sem að vélin okkar er biluð:(
Hlökkum til að fá þig í heimsókn
Mig langar að þið haldið áfram að skrifa um hvað gengur og gerist í lífinu ykkar! Bara láta ykkur vita :)
Katrín
HA! Hvað segiði, eruð þið komin heim! Það er ekki verið að láta mann vita! Þurfum nú að grípa í svona eins og einn kaffibolla og ræða ferðasöguna við tækifæri - en þangað til segi ég bara bless.
Just wanted to say hello someplace. Found [url=http://www.google.com/ncr]you guys through google[/url]. Hope to contribute more soon!
-IrreseeVon
Τhanks for oneѕ marѵelouѕ posting! I certаinly enϳoyed гeaԁing it, you're a great author.I will always bookmark your blog and will eventually come back at some point. I want to encourage that you continue your great job, have a nice day!
my blog post; flip cars for cash
Skrifa ummæli