laugardagur, 29. september 2007

"Ég skrifa þér með blýant, því blek er ekki til..."

Mikið var nú gaman að fá póstinn okkar í morgunn.

Við fengum CPR-kortin okkar (kennitölukort), sem eru nauðsynleg til að gera nánast hvað sem er hérna í köben.

Svo var annað bréf sem á var handskrifað heimilisfangið (langt síðan maður hefur séð það). Auðvitað var tilhlökkunin mikil og þegar ég opnaði bréfið hló ég upphátt!
Gummi Jóh, frömuður í gamanmálum og hrekkjum, hafði tekið sig til og handskrifað bréf. Ég læt það fylgja sögunni að hann er með þeim tölvuvæddustu og því var þetta sniðugt mjög.

Takk fyrir þetta Gummi minn og já, það er sko alveg rétt sem hún mamma segir: Það er alltaf gaman að fá bréf!

Bless í bili
Ebbi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já Ebbi minn, mömmur vita ýmislegt,ég vissi að þetta væri sniðugt og hann var nú sniðugur drengur hann Gummi Jóh að kveikja svona fkjótt á perunni.
kv. mamma

Nafnlaus sagði...

Ebbi minn... hvað langar þig í í afmælisgjöf ? :)

Gummi Jóh sagði...

Vá hvað bréfið var fljótt að koma. Ég skrifaði og og sendi á föstudaginn.

En gott að geta skemmt ykkur :)

Nafnlaus sagði...

ég er svikari og lygamörður. fann ekki tíma til þess að setjast niður og semja póst til þín gunnella mín um helgina, allt of bissí við að vera í sleik, híhí. lofa að gera það í vikunni þ.e. skrifa bréf til þín. aldrei að vita nema það verði handskrifað fyrst að sú "nýjung" er að gera svona góða hluti;)

Ebbi sagði...

Gréta: ég er alveg laus við hugmyndir, eins og alltaf.
Sendi þér kannski óskalista á email ;)