fimmtudagur, 20. september 2007

Heim-sendi

Nú er kátt í höllinni. Við fengum nefnilega dótið okkar úr gámnum frá íslandi í gær.
Jói kom eftir skóla til að hjálpa okkur og hann sýndi alldeilis hvernig á að fara að í flutningum, Takk fyrir það Jói!

En allaveganna þá kom sendingin um kl 17 og vorum við í upptökum til c.a hálf eitt, og héldum svo áfram í morgun (Gunnella fór í skólann kl 12).
Núna er allt komið á sinn stað: Eldhúsdót (erum nú með tvennt af öllu), Sjónvarp, græjur og annað stofudót (svolítið snúrudrasl!) og síðast en ekki síst FÖT!!!
Við eigum allt of mikið af fötum, já þið lásuð rétt, allt of mikið! Að koma þessu öllu fyrir er bara djók. Svo notar maður ekki helminginn af þessu, ég meina þarf maður þrennskonar frakka?
...Ég bara spyr.

Þetta er þó komið á sinn stað og allt var heillt, svona næstum því, náttborðin voru pínu löskuð.
Núna er heimilið meira heimili og Lovísa var held ég ánægðust að sjá dótið sitt eftir aðskilnaðinn, hún ljómaði öll og kom með "hissa" svipinn sinn, yndislegt!

sem sagt allt gott að frétta héðan,
...en af ykkur?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehe ég sé alveg fyrir mér svipinn á henni! Til hamingju með að vera komin með dótið ykkar get ýmundað mér hamingjuna!! Annars er ég bara á fullu að skipurleggja fyrsta partýið í skólanum voða stemming!
Besos

Ebbi sagði...

Þú hefur bara Cuba Libre RAZZ stemmningu og þá verður þetta solid!

"there aint no party like my nannas te-party"

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra að allt gangi vel og já.. gott að vera komin með dótið sitt.. ekki hægt að vera lengi án myndavélar og síma these days!!
Hlakka til að sjá myndir:D
Lítið að frétta af mér svo sem.. bara skóli og vinna. Er flutt úr Tónabæ í Bústaði, verð víst húsgagn þar næstu árin. Ég er samt svo fúl að hafa ekki komist í kveðjupartýið.. ég yfirgaf mitt partý 1.30 og var dáin um 3 heima hjá mér:S en.. þýðir ekki að væla yfir því.. ég kíkji á ykkur í næstu Köbenferð bara!
Hafið það gott elskurnar og síðan ykkar er komin í favorites;D
Lof lof
Svana

Dancing queen sagði...

Hæ!! Vá hvað mér þykir gott að heyra af ykkur. Það er greinilegt að allt gangi vel, ég er sko farin að sakna ykkar fullt! Það er bara það sama að frétta héðan fyrir utan að kaffihúsaferðir eru ekki jafn tíðar, hehe. Gott að heyra að allt sé að komast í gott horf og að dótið ykkar sé komið. Ég vænti þess að heyra tíðar fréttir og sjá nýjar myndir af cribinu!
Kiss frá mér til ykkar og sérstakur koss til prinsessunar minnar vona að hún gleymi manni ekki, kveðja Unnsan.

Nafnlaus sagði...

Halló snúllur loksins einhverjar fréttir af ykkur. Til hamingju með Lovísu. Ég er núna í Orlando og verð til 27.sept, er búin að setja ykkur inn á Skypið hjá mér hérna úti gaman væri að heyra í ykkur sem fyrst. Skype nafnið hjá mér er 3457brookwater.
Sólar og saknaðarkveðjur
Friðbjörg