Já nú eru tvær vikur liðnar og það hratt. Fyrsti Dagurinn var hreint út sagt ævintýri byrjaði sem alger hryllingur þegar við vorum komin til DK en svo komu Jói og Halla og björguðu málunum, þau fá bestu þakkir fyrir að nenna að bera með okkur töskurnar og hjálpa til við innkaupin (löng saga, hehe ;) )
Annars hefur allt annað gengið vel.
Mamma og Pabbi komu svo í viku nr. 2 og fengu þau að sofa á þessum svaka fína svefnsófa sem við keyptum í IKEA. Gamla settið var á leiðinni í óvissuferð; þ.e.a.s þau voru bara búin að bóka ferð til köben og ætluðu svo að hoppa eitthvert útí hinn stóra heim, sem þau gerðu.
Það var gaman að hafa þau og Lovísa var alveg í skýjunum!
En stærsta fréttin er auðvitað sú að Lovísa okkar varð 1 árs þan 15. sept!!!
Hún er orðin svaka karakter, rosa húmoristi en það vantar ekki skapið á stundum.
Henni finnst líka æðislegt að fara í strætóinn því þar er svooo mikið af fólki sem vill hlæja með henni, Hún er alger mannagæla!
Erum að bíða eftir dótinu okkar úr skipinu og þar á meðal eru hleðslutæki fyrir myndavélarnar (ég veit, ég veit: ekki sniðugt að pakka því!) Þegar þær koma get ég farið að gera allt vitlaust á myndasíðunni
Barnalands-síðan er ekki lengur til þar sem við vorum bara með árs áskrift og þetta er síðan sem verður notuð.
Venlig Hilsen
Ebbi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hæhæhæhæ velkomin til koben!!! en gaman að heyra smá frá ykkur!!! Til hamingju með ástarrósina ykkar!!!! En endilega sendið mér eða hendið á síðuna hérna símanr hjá ykkur langar svo að bjalla í ykkur!!!
Ástar og saknaðarkveðjur frá Barcelona
hehe var bara núna að sjá að númerin eru á síðunni...
heyrumst;)
ég breytti þessu fyrir þig.
síðan er rétt á byrjunarstigi, allar ábendingar vel þegnar.
td vantar mig fleiri heimasíður frá vinum og vandamönnum, endilega sendið mér línu
saman gerum við gott betra!
Frábært að geta fylgst með ykkur svona í gegnum internetið.
Sé ykkur í útlandinu vonandi á næstu mánuðum.
Skrifa ummæli