Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir þá er ég búinn að setja lista yfir allar helstu leiðir til þess að ná í okkur hér í Köben.
En þannig var það nú að hún móðir mín var að lesa yfir síðuna og þá kviknaði spurningin: "En ef maður vill senda ykkur bréf?"
....Já
En eins og við segjum: það eru engin vandamál, bara lausnir.
Þið sem viljið senda okkur svona uppá gamla mátann, þá er þetta heimilisfangið:
Nattergalevej 76, 2400 Köbenhavn NV, Denmark
Takk fyrir þetta mamma mín, og vonandi fáum við svo einhver bréf.
...það er jú alltaf gaman að fá sent bréf, eins og hún segir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já bæði bréf og jafnvel pakka :D svona þar sem 2 af 3 fjölskyldumeðlimum eiga afmæli í Danmörku þetta árið ;)
Ást og kossar
Gréta María :)
já vá ég hafði ekki pælt í því...
VÚHÚÚ
það er æðislegt að fá pakka!
halló halló ebbi!!
frétti það bara í skírninni hjá jón þóri að þið væruð flutt út. vonandi gengur allt rosa vel hjá ykkur. Verð nú bara að segja að dóttirin er alveg ótrúlega myndarleg og myndast rosa vel - þrátt fyrir bágtið - hafiði það rosa gott í köben.
kveðja vera pera
Hahaha hélt það Ebbi minn ;) þér þykir það ekki leiðinlegt ! :D
Skrifa ummæli