Leti, leti, leti... Já get ekki sagt að við séum búin að gera mikið síðustu daga.
Ég er í vetrarfríi þessa vikuna svo lífið er búið að vera ansi ljúft hjá okkur. Við höfum þó aðeins náð að klára leiðinlega pappírsvinnu á leiðinlegum bæjarskrifstofum en það vita allir að slíku er best af lokið.
Það verður samt gaman að byrja aftur í skólanum, er alveg búin að fá nóg af letilífi.
Lovísa er alltaf jafn hress og stækkar ótrúlega hratt. Hún kemur með gullkorn á hverjum degi og finnst okkur Ebba fátt skemmtilegra en að dást af henni;)
Hún er núna hætt með pelann og var það ekkert mál, hún er svo dugleg þessi elska.
Ég er alveg með bömmer þessa dagana að hafa tekið hana út frá ykkur öllum. Finnst svo leiðinlegt að þið séuð að missa af þessu kraftaverki! (einmitt já, strá smá salti í sárið)Sorry!
En á léttari nótum get ég sagt ykkur að minn elskulegi faðir er búin að kaupa far fyrir okkur skvísurnar(takk pabbi) heim til íslands þann 15.des og Ebbi er búin að kaupa far heim 23.des. Erum svo að safna fyrir farinu heim til dk. hehhe... erum þó búin að ákveða að við förum aftur til dk. 2. Janúar.
Hlakka svo til að hitta alla og hafa það kósý yfir hátíðirnar.
Talandi um að hlakka til þá verð ég að segja frá því að mamma, amma, Alda, Hafdís, held Eygló, Jóga og Alda stóra og já einnig Linda frænka eru allar að koma í skvísuferð á fimmtudaginn og er ég að springa úr tilhlökkun!!
Stelpur þetta verður stuð;)
Ég mun koma til með að segja frá þessari ferð að henni lokinni.
En nú er komin háttatími hjá gömlu, hehhe
kossar og knús
Gunnella
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þökk sé Skype þá verður fjarlægðin ekki alveg jafn mikil! Hún er svo mikil snúlla hún Lovísa ég á ekki orð...
ást og umhyggja frá Barþa!
Skrifa ummæli