föstudagur, 5. október 2007

Kúkur og Pissss..

Ef þú ert viðkvæm/ur fyrir úrgangsefnum þá er betra að þú sleppir því að lesa fyrstu 13. línurnar!
En ég verð að segja ykkur söguna af því þegar Anna og Biggi voru hér í heimsókn hjá okkur.
Anna ætlaði að vera góð amma og leyfa Lovísu aðeins að trítla um bleyjulausri en tók ekki eftir því að Lovísa hafði stórar framkvæmdir í huga. Á meðan amma hrósaði því hversu dugleg Lovísa væri að sitja ein inní stofu (á náttúru parketinu, sem er voða viðkvæmt) að púsla, var Lovísa að kúka. En þessi elska lét það ekki gott heita, nei hún tók uppá því að hreyfa sig voða mikið í skítnum og klína honum út um allt gólf með sætu rasskinnunum sínum!!! Ég lýg því ekki þegar ég segi að ég þurfti að nota hníf til að skafa skítinn upp úr rifunum.

En sagan endar ekki hér....nei þér finnst þetta kanski nóg en svo er ekki.

Lovísa er búin að vera að taka tvo endajaxla í efrigóm og er búið að fylgja því smá hiti, kvef, svefnlausar nætur og já DRULLA. Greyið litla var svo brennd á rassinum þegar ég kom heim í gær að ég ákvað að setja bara á hana krem og leyfa henni að vera á bossanum í buxunum. Hún pissaði í buxurnar er hún stóð á teppinu á ganginum og taldi ég mig heppna að ekkert hafi farið á teppið. Ég kippti henni úr buxunum og stökk svo sjálf á klósettið. Um leið og ég sest segi ég við Ebba " Ebbi er hún nokkuð að kúka á teppið" nei segir hann og hlær. Svo stend ég upp, sturta niður og fer fram. hvað haldið þið!?! Krakkinn var búin að skíta á gólfið og setjast í það og drullan um allt á teppinu!!!! AAARRGGG. ÉG Þakka bara Guði fyrir Vanish Oxi action.
Ég vona að við séum búin að læra af reynslunni því ég er búin að fá nóg af skít...allavega í bili:)

En lífið gengur annars bara vel. Er búin að eiga frekar sérstaka viku í skólanum því við fengum utanaðkomandi kennara sem er búin að vera að kenna okkur tjáningu, já eða dans. Danstjáningu.
Hann er búin að vera að kenna okkur að upplifa hvort annað og tjá okkur með líkamanum. Gæti talað endalaust um það en langar að stökkva beint yfir í endinn.
Í gær var svo seinasti dagurinn og ákvað hann því að taka kennsluna út. Já blessunin lét okkur fara út á meðal almennigs og gera æfingarnar þar. Flestir tóku því vel, brostu til okkar og aðrir flissuðu. Sumir fóru alveg í kleinu fyrir okkar hönd en mjög margir ákváðu að stoppa og horfa á þessa ókeypis skemmtun;)
Þetta var bara mjög gaman og mér til mikilar undrunar þá leið mér aldrei illa, fannst ég aldrei vera artífartí gella á túni í Köben að gera mig að fífli. Ég held það segi mér að ég er á réttum satð.

Hafið það sem allra best og elsku bestu elskur verið nú duglegri að kommenta!! Það þarf ekki að vera neitt viturlegt! Okkur hlínar svo um hjartarætur þegar við sjáum að þið eruð að fylgjast með okkur.

Með smá söknuði segi ég bless en með enn meiri tilhlökkun segi ég, veriði hress og að lokum ekkert stress ;)

k.v. Gunnella

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðan daginn köben ég mun læra af þessari færslu hef alltaf sagt þegar ég byrja búa til börn verði þaug tíu.Gaman að heyra allt gengur vel. Verð að koma því að er að fara á tónleika 13 okt og taktu eftir Ebbi meistari Megas og senuþjófarnir Laugardagshöll.Er heima í flensu vonandi fer það að taka enda, Og hafið það sem allra best. Þúsund kossar og knús.
kv Ægir

Ebbi sagði...

hehehe já ég veit, ég veit. Þú lætur hann Magga (eins og ég kalla hann) syngja ammlissönginn fyrir hann Ebba sinn, þó það sé degi of seint. Manni af hans kaliberi er það fyrirgefið;)

Ebbi sagði...

...og láttu þér batna frændi!

Nafnlaus sagði...

Vonandi er dögum ykkar í skít lokið í bili :) Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur og að Gunnella sé að brillera í skólanum. Bið að heilsa ykkur öllum...

Kv. Helga Dögg

Nafnlaus sagði...

heheheh... fíla það hvernig Lovísa hugsar!! Vildi að ég kæmist upp með svona lagað, í staðinn yrði ég líklega lokuð einhvers staðar inni, sprautuð niður og tjóðruð við rúmgafl.
En frábært að heyra að þú sért að fíla þig Gunnella mín, ég er líklega ekki að koma að heimsækja dk fyrir jól, Lára systir er að koma í heimsókn um helgina, þannig að...
Lifið heil:)

Nafnlaus sagði...

Hæhæ elskurnar mínar :) ég hafði mjög gaman að þessari kúkasögu, hehe ég sé að það er aldeilis ævintýri að vera foreldri ! Ég er víst búinn að lofa að bæta mig í bloggiskrifum og blogg lesi. Er reyndar að standa í ströngu að færa hauslaus síðuna yfir á annan hýsingaraðila (en ætla nú ekki að drepa ykkur úr leiðindum með þá sögu :) Ég vona að ég og Katrín fáum tækifæri fljótlega til að kíkja í heimsókn ! Hafið það rosa gott og gangi þér rosa vel í skólanum Gunnella, og þér Ebbi að læra dönskuna !

Nafnlaus sagði...

Líst mér á lilluna mína! Lovísa kúkaskvísa ;) hahaha hún er bara að finna e-ð fyrir pabba sinn að gera :D Gunnella þú lætur hann bara sjá um svona lagað ;)

Gréta

Nafnlaus sagði...

Kvitti kvitt, skuldaði kvitt. En við skötuhjú erum að koma til Köben afmælishelgina hans Ebba, verðum endilega í bandi :)
Knús frá Flensburg

Ebbi sagði...

jájájá, það hljómar vel!
hvað verðiði lengi hérna, og hvað er að gerast?

Nafnlaus sagði...

Hæ litla sæta fjölskylda.
Ég hafði ekki hugmynd um þessa bloggsíðu fyrr en stelpurnar sögðu mér frá henni í saumó um daginn! Fannst einmitt vanta svo að fá að skrifa í gestabók og fá fréttir af ykkur á myndasíðunni hehe!
Hafið það gott og haldið áfram að vera svona dugleg að blogga:)
Saknaðarkveðja frá klakanum

Nafnlaus sagði...

Halló elsku fallega fjölskylda!

Vissi ekki að þið væruð með þetta blogg, Helga og Ingó sögðu mér frá því í gær. Ég gúglaði ykkur á afmælisdaginn hennar Lovísu til að koma til ykkar hamingjuóskum en fann bara gömlu síðuna ykkar og þar var ekki hægt að skrifa neina kveðju;/
En betra er seint en aldrei: Innilega til hamingju með litlu skvísuna og Ebbi til hamingju með komandi afmæli:)
Hafið það gott elskurnar og gangi ykkur vel.
Kær kveðja Kría

Nafnlaus sagði...

Hej familía bara að kasta kveðju! Lovísa töffari, hún kann þetta.
Frábært að heyra hvað það er gaman í skólanum Gunnella ég væri alveg til í danstjáningu úff ég var reyndar að komast í stúdentadansflokkinn þannig ég fæ einhverja útrás en ég trúi því að þú sért alveg í essinu sínu.
Kiss Unnur.

Nafnlaus sagði...

Við erum bara að koma í tjill, frí helgi hjá Einsanum og um að gera að skella sér til Köben, komum á föstudeginum og förum á mánudagsmorgun. Ég læt heyra í mér þegar við komum :)
Knús EBH