Ég get ekki annað sagt en að við höfum það fínt! (þar hafiði það)
Annars er það að frétta að Lovísu gengur bara vel á leikskólanum, svona bara eins og krökkum gengur hugsa ég. (Gunnella ætlar e-ð að segja meira frá því)
Ég tala dönsku... sæmilega (á minn mælikvarða en svo veit maður aldrei hvernig aðrir heyra í manni) En það er allaveganna meira en margir kennarar hefðu gefið mér í grunnskóla ;)
Það er alveg svakalegt að þjálfa heilann í því að draga fram réttu orðin á réttum tíma. Kannski hægt að líkja þessi við klónna (eins og var á BSÍ td) sem maður reynir að ná upp bangsa, úr og annað slíkt með, það gengur ekki alltaf eins og maður vill.
Svo auðvitað er það þannig að maður hugsar fyrst á íslensku, svo ensku, sænsku, ítölsku (þá missir maður þráðinn) og aftur á ísl. og svo loksins á dönsku... en þá er kúnninn oftast farinn!
Nei nei ég held að ég sé alveg furðu góður miðað við að hafa aldrei lært dönsku, það skilja mig allaveganna flestir og ég er að selja- það er byrjunin og svo batnar talið með degi hverjum.
En í gær tók ég mig til og fékk lánuð verkfæri hjá nágranna okkar til að ljúka við uppsetningu á hjólastólnum (barnastóllinn aftan á hjólið). Ég kláraði þetta mjög sáttur við sjálfan mig og lífið, Lovísa settist í með hjálminn sinn jafnvel enn sáttari og allt var klárt.
Svo þegar ég fer út með hjólið, jebbs, þá snjóaði... ÆÐI! (kaldhæðni)
Er þetta ekki alveg týbískt ég??? (endilega kommentið þið sem eruð ósammála!)
Þannig að nú í morgun þurftu stelpurnar að taka strætóinn í leikskólann á meðan hjólið svaf í rekkannum flaggandi flottasta hjólastólnum á kaupmannahafnarsvæðinu.
Jájá, svona er þetta. Annars er bara allt gott hjá okkur þó okkur sé farið að hlakka alveg rosalega til að fá Mömmu, Pabba og Grétu systir hingað í lok nóvember, svo ekki sé talað um Jólin.
ohh Jólin verða góð á íslandi; maturinn, fjölskyldan, vinirnir, maturinn, konfektið og Maltið ;)
Bestu kveðjur úr Jólasnjónum
Eðvarð Atli málHalti
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
iss piss! Enga uppgjöf. Bara smella nagladekkjum undir þetta. Jú það er víst til á reiðhjól :)
Hahaha sammála Baldvini, sérstaklega fyrst þú lagðir svona mikið í þetta :D En ég er orðin rosa spennt að koma og fá útlenskan afmælispakka sendan frá Danmörkunni :D Get ekki beðið :D Lovísa er alltaf jafn sæt þó hún verði nú bara alltaf sætari með hverri sekúndu sem líður! :D Og á myndbandinu þegar hún nennti sko ekki að chilla með mömmu og pabba heldur vildi bara drífa í því að fara út með pilsið í annarri og buffið í hinni :D hahaha hún er æði :) og þið öll! ;) elska ykkur :D
mikið svakalega er Lovísa yndisleg! Ótrúlega gaman að geta skoðað þessi video...megið samt alveg taka inn á milli myndir af ykkur því þið eruð nú líka svo yndisleg og falleg:)
ást og kossar
Ég væri nú alveg til í að fá smá snjó hérna í Barcelona, en snjór í Barcelona er svipað fjarstæðukennt og vondur Tuborg Classic í Danmörku. Við söknum ykkar rosa mikið, og vonandi fáum við nú tækifæri fyrr en síðar til að koma í heimsókn til Köben. Annað er ekki hægt, því áður en maður veit af eruð þið að fara að ferma hana Lovísu litlu !
Skrifa ummæli