miðvikudagur, 5. desember 2007

KLAPPI KLAPPI KLAPP

Veeiiii, ég er búin með fyrstu önnina mína í skólanum:)

Í dag vorum við að sýna afrakstur vetrarins. (Acting sem ég er í og svo 1. ár saman) Við byrjuðum á því að sýna dans sem við höfum verið að vinna að í vetur, áhorfendur voru allir nemendur skólans, kennarar og skólastjóri.
Eftir sýninguna fengum við svo að heyra það frá kennaranum "einkunn" hvernig okkur hefur gengið í vetur. Ég fékk að heyra það að ég væri mjög góður dansari og að henni hafi þótt leiðinlegt fyrir mína hönd hversu lítið ég hefði fengið út úr kennslunni því ég væri svo langt á undan öllum hinum í bekknum.
Frá áhorfendum fékk ég svo að heyra að ég hefði verið áberandi best, svo tignarleg og "dansaraleg" ;) hehehe æ greyið hinir, ekki sangjarnt að miða við mig sem er með 9 ár að baki.
En verð að viðurkenna að það var voða gaman að dansa aftur fyrir framan áhorfendur og ekki er verra að fá svona hrós eftirá.

Svo var komið að því að sýna verk sem við í acting sömdum sjálfar.
Það var svona eins og gamaldags bíómynd, ekkert tal bara tónlist og ofleikur. Grínleikrit sem fékk salinn til að liggja í gólfinu úr hlátri:)
jæja ok kanski ekki alveg en það hlóu margir mjög mikið;)

Kennarinn var mjög ánægður með okkur og sagði hann við mig að leikgleðin hafi skinið úr andliti mínu og að ég hafi verið "skidt go" eða drullu góð á íslensku. Hann ætlar svo að taka okkur í einstaklingsviðtöl í vikunni, þá fáum við að heyra almennilega hvað hann hefur að segja um okkur og veturinn.

En jæja Ebbi minn er komin heim með ilmandi Kebab og ætla ég að fara og gúffa honum í mig.
kisses

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, elsku tengdadóttir, með þennan frábæra árangur. Ekkert er betra en H-vítamínið og vona ég að þú eigir eftir að vaxa og dafna. Og ég veit að þú getur þetta. Og með góðan mann þér við hlið sem hjálpar þér í því sem þú ert að gera. Aldrei gleyma mikilvægi þess! Hlakka til að sjá ykkur öll um jólin.

Þinn Biggi tengdó

Nafnlaus sagði...

Gaman gaman til hamingju með þetta!! Hlakka til að heyra hvað þeir segja við þig prívat og persónulega. ég er einmitt að fara í slíkt viðtal í næstu viku með öllum kennurunum jeihei! miss u mucho

Nafnlaus sagði...

þetta var ég Katrín....

Nafnlaus sagði...

Elsku Gunnella okkar. Til hamingju me� fyrstu �nnina og fr�b�ran �rangur og mundu �a� a� �� ert f�dd sem sigurvegari. Og mundu: "All megna �g fyrir hann sem mig styrkan gj�rir."
Vi� amma ��n og L�na vorum a� hlusta � lagi� sem �� �tt a� syngja og erum alveg viss um, a� �� r�llar �v� upp. (Mariah Carey hva�?)
Mundu svo �egar �� syngur lagi� a� "all I vant for Christmas is you" Lov�sa og Ebbi.
Kossar og kn�s, k�rleiks og sakna�arbl�s,
Haddi afi, Gunnella amma + L�na fr�nka.

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra hvað þér gengur vel! Ég veit að þú færð góða umsögn frá kennaranum.

Bið að heilsa ykkur.

Gunnella sagði...

Æ hvað þið eruð sæt!! Elska ykkur öll og takk fyrir kveðjurnar :)
Við erum orðin svo spennt að koma og knúsa ykkur öll, þetta verða bestu jól í heimi í faðmi fjölskyldu og góðra vina.

elín sagði...

Þú átt eftir að verða fræag stjarna einhverntímann.....:)
og þá get ég sagst þekkja þig

Nafnlaus sagði...

Til hamingju !!! þú ert skíta góð maður :D.. En eftir að ég las þetta.. langar mig ógeðslega mikið í kebab. Verst að það er ekki hægt að fá almennilegann á Íslandi :(

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan frábæra árangur, enda var nú varla við öðru að búast :-) Þú rústar þessu svo bara um helgina eins og þín er von og vísa...

Dancing queen sagði...

Elsku sætasta Gunnella við Hera sitjum hérna upp í skóla með kaffi og lesum um leik og danssigur þinn og gleðjumst. Við hlökkum til að sjá þitt fagra fés um jólin. Við vorum einmitt að ræða hvað þú getur verið skopleg (Elton John með tilheyrandi bandasundkúti í húsmæðraorlofi...) og umfram allt skemmtileg!
Kiss og Knús til ykkar allra Hera og Unnur!

Nafnlaus sagði...

Ég var einmitt að monta mig í vinnunni yfir því hvað þú Gunnella mín værir frábær stúlka (kona) allt sem þú gerir, gerir þú með stæl!!!! Svo ertu líka svo heppinn að eiga svona yndislegan mann:-)
Hlökkum ótrúlega mikið til að hafa ykkur um jólin.
Elskum ykkur..koss, mamma og Lupparnir

Gummi Jóh sagði...

Til hamingju með þetta!

Svo verður gamlárspartý á L82!

Nafnlaus sagði...

Þetta er glæsilegur árangur, ekki það að maður hafi búist við neinu minn af þér ! Þið þurfið svo að plana little trip to Barcelona á næsta ári because heaven is overrated :) Hafið það rosalega gott !

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta ástin mín. Hlakka til að sjá ykkur eftir nokkra daga.
kv
Hrefna Lind