Það er ekki tekið út með sældinni að búa í nútímanum. Þar sem "terror"-istar eru á hverju strái... eða það er allaveganna það sem við eigum að búast við, það er það sem fjölmiðlar og yfirvöld hræða okkur með.
Ég er allaveganna þeirrar skoðunar, eftir að hafa kynnt mér hinar ýmsu hliðar á hryðjuverkaástandinu hjá mis áræðanlegum miðlum, að þetta er ekkert nema einhver vondi kall uppblásinn af valdagráðugum mönnum vestanhafs (vil samt ekkert fullyrða) til þess að geta fylgst með öllum okkar ferðum og öllum okkar samskiptum. Þetta dúlbúa þeir svo sem "Almannaöryggi".
Þetta svokallaða almannaöryggi hefur leyft starfsmönnum flugvalla að hirða saklausar jólagjafir af fólki því það er hægt að nota sem barefli. Svo ekki sé minnst á að hneppa saklausa unga konu í varðhald vegna gruns um að Hún sé þessi óvinur, þegar hún er klárlega bara kaupóður íslendingur. (Ísland/Íslam, þeir hafa bara ruglast)
En þetta er málið, og það hræðir mig.
Það hræðir mig nefnilega fyrir þær sakir að svona lagað býður bara uppá mismunun, rasisma og ástæðulausan ótta!
Ég vilda að ég gæti verið laus við allt þetta en það er bara e-ð sem kviknar hjá manni þegar öllu þessu er troðið ofan í mann með þvílíku offorsi að maður veit bara ekki hverju á að trúa og treysta.
Ég var á leið heim úr vinnu í kvöld og var allt eins og vanalega í fjölþjóðasamfélaginu Köbenhavn þegar ég hoppa inní strætóinn minn. Eftir að hafa setið af mér 5 biðstöðvar og 10 voru eftir kemur inn ungur maður. Í fyrstu pældi ég ekkert í þessu enda vanur öllum ólíku þjóðernunum sem hér eru. En svo læddist að mér þessi hrollvekjandi klisja: Þessi er greinilega strangtrúaður múslimi, með skeggið og allt. Svo tók við útmæling á taujinu: já, ok hann er örugglega frekar fátækur, og: hann hefur ekkert til þess að lifa fyrir, örugglega mjög reiður útí samfélagið!
Á þessari stundu varð ég hræddur, virkilega hræddur. Ég trúði því að þessi maður gæti allt eins verið með sprengju, og hyggðist nota hana.
Ég var hræddur eins og flughræddir trúa því að þetta er flugið mitt sem hrapar. Ég fór að velta fyrir mér öllum í vagninum og pældi mikið í því hvort þetta væri fólk sem mætti missa sig, í augum hryðjuverkamannsins sem sat tveimur röðum fyrir aftan mig.
- ætti ég að færa mig framar?
Ég fór í alvörunni að pæla í hvort þetta væri rökrétt fórn...
-hvaða dagur er í dag?
-hvaða hverfi erum við að koma í núna?
...Nei, ef það væri sprengja, hugsaði ég til að róa mig, þá væri það pottþétt um miðjan dag á annatíma í miðbænum. já, pottþétt... mér varð ekki rótt.
Eins og það sé e-ð rökrétt við allt þetta fíaskó. Þetta er jú ekkert annað en eitt stórt Fíaskó, með fullri virðingu fyrir fórnalömbunum.
Það var svo á 11. stoppi sem ungi maðurinn skundaði útúr strætó að ég andaði léttar.
Án gríns, er þetta eðlilegt???
En þetta er einmitt málið, ég hef aldrei nokkurn tíma hugsað svona áður þetta kom bara eins og þruma úr heiðskýru.
Ímyndið ykkur nú alla þá sem láta sér detta svonalagað í hug, og hvað þá hræðast þetta meir heldur en mannýgt naut sem stendur fyrir framan það.
Ég vil biðja ykkur að látast ekki stjórnast af nútíma miðlum sem reknir eru af valdagráðugum mönnum vestanhafs (þaðan koma jú langflestar erlendar fréttir til okkar á minni eyjunum) og notist við gagnrýna hugsun!
Þess óskar ykkar einlægi og bara mannlegi
Eðvarð Atli
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.
það er nú frekar skrítið að um leið og maður bloggar orð eins og terror-isti að einhver útlensk komment koma inn.
...Tilviljun?
endilega segið ykkar skoðun á þessu.
já og það eru komnar inn 2 nyjar möppur á myndasíðunni
Ath það
ég er svo sammála og fyndið með kommentið... ég stend sjálfan mig að þessu stundum..ekki gott
Já vá, skrítið hvað dramatíkin getur farið með mann,en gaman að nýju myndunum.
kv amma dreki
Þetta er ömurlegt en hvað getur maður gert þegar það er tönnlast á þessu fram og til baka í fjölmiðlum?
"Þú ert ekki öruggur. Fjölskyldan þín er ekki örugg. Þessi maður gæti verið hryðjuverkamaður. Hann lítur svona út og klæðir sig svona."
Það er verið að breyta raunveruleikanum meðvitað og fjölmiðlar annað hvort láta nota sig eða er beitt af eigendum sínum til að skapa ótta.
einmitt!
og eins og ég segi þá er þetta (rasismi og "profiling") ekki e-ð sem ég góðkenni, en svona er þetta öflugt.
Skrifa ummæli