laugardagur, 22. mars 2008

6 dagar og hjartað slær örar

Já það eru aðeins 6 dagar þangað til við sýnum fyrir kennara, samnemendur, fyrrum nemendur og fleiri. Við erum núna í páskafríi en frá og með öðrum í páskum hefst heljarinnar æfingar vika.
Líkt og ég sagði í síðustu færslu þá sýnum við svo fyrir fjölskyldu og vini á sunnudaginn 30. mars og svo er ég búin!! Vúhú
Það verður svo kveðjupartý á föstudaginn næsta uppí skóla fyrir okkur "Acting" skvísurnar :)

En já við litla fjölskyldan erum búin að vera í páskafríi síðustu 3 daga og erum við öll þrjú að klepra! Við erum ekki alveg gerð til að hanga svona heima og spila, baka, þrífa og glápa endalaust!
Við erum alltof miklar félagsverur til að þola svona einangrun. Málið er að kollegíið er tómt. Það eru allir annað hvort heima á íslandi eða uppí bústað eða einhverstaðar annarstaðar að gera eitthvað skemmtó.

Ég ætla að skrifa það í minnisbókina mína að muna að plana eitthvað geggjað fyrir næstu páska. Pottþétt!!

Annars erum við bara hress og frísk

kv. Gudda rudda bó budda

11 ummæli:

Helga Dögg sagði...

Bara að kvitta fyrir innlitið, gleðilega páska :-)

Hrefna sagði...

Gangi þér vel sæta
kv
Hrefna Lind

Nafnlaus sagði...

hæhæ gangi þér svo rosalega rosalega vel! hlakka til að hitta ykkur eftir ekki svo langan tíma!!!

Nafnlaus sagði...

Er ekki "bannað" að óska fólki góðs gengis í þessum bransa? :)
Break a leg!

Ebbi sagði...

tuff tuff elskan

Nafnlaus sagði...

Elsku Gunnella mín brake a leg frá okkur í Heiðarholtinu.

Bestu kveðjur frá tengdó

Ebbi sagði...

Hvernig getur maður brotið Leg?;)

En allavega takk kærlega fyrir elskurnar!
Endilega hugsið til mín á morgun kl 13 á ísl tíma og sendið mér strauma

Nafnlaus sagði...

úps þetta var ég Gunnella en ekki ebbi

Nafnlaus sagði...

Vonandi gekk þér bara vel í dag sæta :)

Nafnlaus sagði...

hæhæ. vá það er svo langt síðan ég hef kíkt hérna inn. er búin að vera að hugsa svo mikið til ykkar undanfarið að ég ákvað að gera eitthvað í málinu. Kristín sagði mér að þið væruð byrjaðar að hittast eitthvað, það er hressandi þið eruð báðar vinkonur mínar og báðar hressar...jeee! vonandi gekk þessi sýning vel og allt sem henni fylgdi. vonandi er Lovísa í stuði (er græni kallinn ennþá á lífi?), vonandi er Ebbi í mega stuði eins og ávallt. vá ég bara sakna ykkar ennþá meira við að skrifa þetta og hugsa til ykkar. alla vegana, það gengur bara vel hjá mér. ég er bara alltaf að vinna við að vera bosslady og svo er ég núna að reyna að klára ba-ritgerðina mína...loksins!! langar rosalega mikið að kíkja á hróaskeldu en líka bara að koma í helgarferð til köben í maí, veit ekki hvað gerist í þeim málum. en þá ætla ég að ljúka við heimsins lengsta komment og segja, hafið það gott elsku krúttin mín og ekki gleyma því að vera í hressari kantinum í lífinu:)
kv. Hera Pera Allsbera

Unknown sagði...

jæja núna er 28 búinn og 30 er búinn og ég vil fá smá reynslusögu hingað inn :)